Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   sun 29. september 2024 17:53
Sölvi Haraldsson
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Anton Ari.
Anton Ari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög sáttur. Mér fannst við spila þokkalega í dag og vorum óheppnir að bæta ekki við í seinni til þess að gera þetta aðeins þægilegra. En ég er mjög sáttur að fara héðan með þrjú stig.“ sagði Anton Ari Einarsson, markmaður Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á FH í Kaplakrikanum í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

Hefði Anton vilja sjá Blikaliðið skora fleiri mörk í dag?

Ég er 100 metra í burtu að meta hvernig vínkil menn eru að skjóta úr þannig stundum finnst mér menn vera í dauðafærum þegar það er ekki þannig endilega. En ég held að það hefði verið sanngjarnt að við hefðum náð að refsa þeim í eitthver skipti hér í lokin.

Antoni fannst allt Blikaliðið eiga frábæran leik í dag.

Ég þurfti ekki að gera mikið í dag. Varnarlínan var frábær og allir. Það komu margir háir og langir boltar sem við vörðumst vel, virkilega góð frammistaða í dag.

Er ekki næsti leikur alltaf mikilvægari með deginum miðað við hvernig deildin er að spilast?

Það má segja það en þetta er alltaf næsti leikur. Þetta er hundleiðinleg klisja en málið er að ástæðan fyrir því að maður er að segja það er því það er staðan. Núna er það bara næsti leikur þar sem allt er undir. Hundleiðinlegt að segja það en það er dagsatt.

Anton er spenntur að mæta í Kópavoginn í næsta leik þar sem Breiðablik á heimaleik gegn Val.

Við erum ekkert farnir að spá svona langt. Það er bara næsti leikur sem er heimaleikur. Við höfum verið frábærir á heimavelli og erum spenntir að spila í Kópavogi.

Nánar er rætt við Anton Ara í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner