Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
Sölvi: Vorum til í slagsmál og með yfirhöndina í návígjum
Davíð Smári: Komust upp með að væla og liggja í grasinu
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Óráðið hjá Cecilíu - Ekki tilbúin í það sem Bayern var að hugsa
Steini: Var alveg á mörkunum að vera í hópnum núna
Karólína Lea: Fólk á Twitter veit þá meira en ég
Glódís þakklát Steina - „Eitthvað sem ég vil ekki gera aftur"
Gylfi Tryggva: Þetta eru ótrúlegir karakterar í þessu liði
Sextán ára skoraði á lokamínútunni: Sleppti að hugsa um stressið
Anna Þóra svekkt: Galinn dómur
Kristrún Ýr: VIð þurfum að girða okkur í brók
Pétur Rögnvalds: Orðið það mikið af færum að ég hélt að þetta myndi ekki detta
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
   sun 29. september 2024 17:53
Sölvi Haraldsson
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Anton Ari.
Anton Ari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög sáttur. Mér fannst við spila þokkalega í dag og vorum óheppnir að bæta ekki við í seinni til þess að gera þetta aðeins þægilegra. En ég er mjög sáttur að fara héðan með þrjú stig.“ sagði Anton Ari Einarsson, markmaður Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á FH í Kaplakrikanum í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

Hefði Anton vilja sjá Blikaliðið skora fleiri mörk í dag?

Ég er 100 metra í burtu að meta hvernig vínkil menn eru að skjóta úr þannig stundum finnst mér menn vera í dauðafærum þegar það er ekki þannig endilega. En ég held að það hefði verið sanngjarnt að við hefðum náð að refsa þeim í eitthver skipti hér í lokin.

Antoni fannst allt Blikaliðið eiga frábæran leik í dag.

Ég þurfti ekki að gera mikið í dag. Varnarlínan var frábær og allir. Það komu margir háir og langir boltar sem við vörðumst vel, virkilega góð frammistaða í dag.

Er ekki næsti leikur alltaf mikilvægari með deginum miðað við hvernig deildin er að spilast?

Það má segja það en þetta er alltaf næsti leikur. Þetta er hundleiðinleg klisja en málið er að ástæðan fyrir því að maður er að segja það er því það er staðan. Núna er það bara næsti leikur þar sem allt er undir. Hundleiðinlegt að segja það en það er dagsatt.

Anton er spenntur að mæta í Kópavoginn í næsta leik þar sem Breiðablik á heimaleik gegn Val.

Við erum ekkert farnir að spá svona langt. Það er bara næsti leikur sem er heimaleikur. Við höfum verið frábærir á heimavelli og erum spenntir að spila í Kópavogi.

Nánar er rætt við Anton Ara í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner