Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
   sun 29. september 2024 17:53
Sölvi Haraldsson
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Anton Ari.
Anton Ari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög sáttur. Mér fannst við spila þokkalega í dag og vorum óheppnir að bæta ekki við í seinni til þess að gera þetta aðeins þægilegra. En ég er mjög sáttur að fara héðan með þrjú stig.“ sagði Anton Ari Einarsson, markmaður Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á FH í Kaplakrikanum í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

Hefði Anton vilja sjá Blikaliðið skora fleiri mörk í dag?

Ég er 100 metra í burtu að meta hvernig vínkil menn eru að skjóta úr þannig stundum finnst mér menn vera í dauðafærum þegar það er ekki þannig endilega. En ég held að það hefði verið sanngjarnt að við hefðum náð að refsa þeim í eitthver skipti hér í lokin.

Antoni fannst allt Blikaliðið eiga frábæran leik í dag.

Ég þurfti ekki að gera mikið í dag. Varnarlínan var frábær og allir. Það komu margir háir og langir boltar sem við vörðumst vel, virkilega góð frammistaða í dag.

Er ekki næsti leikur alltaf mikilvægari með deginum miðað við hvernig deildin er að spilast?

Það má segja það en þetta er alltaf næsti leikur. Þetta er hundleiðinleg klisja en málið er að ástæðan fyrir því að maður er að segja það er því það er staðan. Núna er það bara næsti leikur þar sem allt er undir. Hundleiðinlegt að segja það en það er dagsatt.

Anton er spenntur að mæta í Kópavoginn í næsta leik þar sem Breiðablik á heimaleik gegn Val.

Við erum ekkert farnir að spá svona langt. Það er bara næsti leikur sem er heimaleikur. Við höfum verið frábærir á heimavelli og erum spenntir að spila í Kópavogi.

Nánar er rætt við Anton Ara í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner