Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
Andri Rúnar: Líkaminn ekki verið betri síðustu 2-3 árin
Davíð Smári: Upp úr þessu agaleysi skapaðist einhver vitleysa
„Við erum að fara í Bestu!"
Haraldur Freyr eftir tap gegn Aftureldingu: Lífið heldur áfram
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
John Andrews: Hefði bitið af þér hendina
Pétur: Þetta er það sem við vildum
banner
   sun 29. september 2024 17:53
Sölvi Haraldsson
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Anton Ari.
Anton Ari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög sáttur. Mér fannst við spila þokkalega í dag og vorum óheppnir að bæta ekki við í seinni til þess að gera þetta aðeins þægilegra. En ég er mjög sáttur að fara héðan með þrjú stig.“ sagði Anton Ari Einarsson, markmaður Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á FH í Kaplakrikanum í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

Hefði Anton vilja sjá Blikaliðið skora fleiri mörk í dag?

Ég er 100 metra í burtu að meta hvernig vínkil menn eru að skjóta úr þannig stundum finnst mér menn vera í dauðafærum þegar það er ekki þannig endilega. En ég held að það hefði verið sanngjarnt að við hefðum náð að refsa þeim í eitthver skipti hér í lokin.

Antoni fannst allt Blikaliðið eiga frábæran leik í dag.

Ég þurfti ekki að gera mikið í dag. Varnarlínan var frábær og allir. Það komu margir háir og langir boltar sem við vörðumst vel, virkilega góð frammistaða í dag.

Er ekki næsti leikur alltaf mikilvægari með deginum miðað við hvernig deildin er að spilast?

Það má segja það en þetta er alltaf næsti leikur. Þetta er hundleiðinleg klisja en málið er að ástæðan fyrir því að maður er að segja það er því það er staðan. Núna er það bara næsti leikur þar sem allt er undir. Hundleiðinlegt að segja það en það er dagsatt.

Anton er spenntur að mæta í Kópavoginn í næsta leik þar sem Breiðablik á heimaleik gegn Val.

Við erum ekkert farnir að spá svona langt. Það er bara næsti leikur sem er heimaleikur. Við höfum verið frábærir á heimavelli og erum spenntir að spila í Kópavogi.

Nánar er rætt við Anton Ara í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner