Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
Andri Rúnar: Líkaminn ekki verið betri síðustu 2-3 árin
Davíð Smári: Upp úr þessu agaleysi skapaðist einhver vitleysa
„Við erum að fara í Bestu!"
Haraldur Freyr eftir tap gegn Aftureldingu: Lífið heldur áfram
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
John Andrews: Hefði bitið af þér hendina
banner
   sun 29. september 2024 18:35
Brynjar Óli Ágústsson
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
<b>Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.</b>
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara ömurlega leiðinlegt. Við erum allir niðurbrotnir og getum sjálfir okkur um kennt,'' segir Rúnar Kristinsson, Þjálfari Fram, eftir 7-1 tap gegn KR í 2. umferð neðri hluta Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

Við mættum ekki tilbúnir í leikinn, vorum búnir að undirbúa hann vel og ætluðum okkur aðra hluti. Þegar þú ert á grasvelli eins og KR völlurinn er og mætir liði sem er að berjast að halda sér í deildinni, sem er skrítið að segja og við búnir að bjarga okkur, þá voru menn ekki tilbúnir í slagsmál sem menn þurftu,''

„Í dag er mótið bara búið hjá Fram og við erum bara að bíða núna eftir að klára þessa leiki og við erum að reyna að peppa menn upp í það að þetta skipti allt máli. Við losnuðum við fall eftir að við unnum Fylki í síðustu umferð. Núna eigum við þrjá leiki eftir, þetta er algjörlega galin uppsetning á mótinu og við höfum ekki neitt að spila fyrir,''

„Ég er drullu fúll út í okkur í dag og mjög ósáttur við liðið mitt og alla þá sem komu að þessu, þjálfarateymið og allt. Við gerðum allir mistök því við höfum talað um það að við vinnu og töpum leiki saman,''

Rúnar hefur verið í umræðunni um þá sem taka við Val á næsta tímabili. Hann var spurður út hvort hann hafði eitthvað að segja með þau ummæli.

„Nei, ég var að segja að ég yrði þjálfari Fram á næsta ári. ég get ekki svarað svona spurningum.'' segir Rúnar í lokinn.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner