Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 29. september 2024 18:35
Brynjar Óli Ágústsson
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
<b>Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.</b>
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara ömurlega leiðinlegt. Við erum allir niðurbrotnir og getum sjálfir okkur um kennt,'' segir Rúnar Kristinsson, Þjálfari Fram, eftir 7-1 tap gegn KR í 2. umferð neðri hluta Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

Við mættum ekki tilbúnir í leikinn, vorum búnir að undirbúa hann vel og ætluðum okkur aðra hluti. Þegar þú ert á grasvelli eins og KR völlurinn er og mætir liði sem er að berjast að halda sér í deildinni, sem er skrítið að segja og við búnir að bjarga okkur, þá voru menn ekki tilbúnir í slagsmál sem menn þurftu,''

„Í dag er mótið bara búið hjá Fram og við erum bara að bíða núna eftir að klára þessa leiki og við erum að reyna að peppa menn upp í það að þetta skipti allt máli. Við losnuðum við fall eftir að við unnum Fylki í síðustu umferð. Núna eigum við þrjá leiki eftir, þetta er algjörlega galin uppsetning á mótinu og við höfum ekki neitt að spila fyrir,''

„Ég er drullu fúll út í okkur í dag og mjög ósáttur við liðið mitt og alla þá sem komu að þessu, þjálfarateymið og allt. Við gerðum allir mistök því við höfum talað um það að við vinnu og töpum leiki saman,''

Rúnar hefur verið í umræðunni um þá sem taka við Val á næsta tímabili. Hann var spurður út hvort hann hafði eitthvað að segja með þau ummæli.

„Nei, ég var að segja að ég yrði þjálfari Fram á næsta ári. ég get ekki svarað svona spurningum.'' segir Rúnar í lokinn.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir