Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   sun 29. september 2024 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Skoraði þrennu í ótrúlegri endurkomu
Werder Bremen vann magnaðan endurkomusigur á Hoffenheim í þýsku deildinni í dag, en báðir leikir dagsins buðu upp á markaveislu.

Alls voru þrettán mörk skoruðu í leikjunum tveimur og skemmtunin mikil fyrir hinn almenna fótbolta aðdáanda.

Í Sinsheim mættust Hoffenheim og Werder Bremen. Heimamenn í Hoffenheim náðu þriggja marka forystu á fyrstu tólf mínútum leiksins og flestir á því þarna stefndi í slátrun.

Marius Bulter skoraði tvö á þremur mínútum áður en Adam Hlozek gerði þriðja markið. Vendipunktur leiksins var átta mínútum síðar er Stanley Nsoki, varnarmaður Hoffenheim, fékk að líta rauða spjaldið.

Bremen tók við sér á 21. mínútu. Julian Malatini minnkaði muninn áður en danski sóknarmaðurinn Jens Stage tók leikinn í sínar hendur.

Stage skoraði annað mark Bremen á 26. mínútu, jafnaði leikinn á 39. mínútu og gerði síðan sigurmarkið þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af þeim síðari.

Mögnuð endurkoma Bremen sem kom sér í 10. sæti deildarinnar með 8 stig en Hoffenheim með aðeins 3 stig í 16. sæti.

Eintracht Frankfurt vann nýliða Holsten Kiel, 4-2, í Kiel. Omar Marmoush skoraði tvívegis fyrir Frankfurt, en það var Shuto Machino sem hélt Holsten inn í leiknum með því að jafna í tvígang.

Marmoush og Tuto kláruðu leikinn fyrir Frankfurt á síðasta hálftímanum og komu Frankfurt upp í annað sætið með 12 stig en Holsten á botninum með 1 stig.

Hoffenheim 3 - 4 Werder
1-0 Marius Bulter ('5 )
2-0 Marius Bulter ('8 )
3-0 Adam Hlozek ('12 )
3-1 Julian Malatini ('21 )
3-2 Jens Stage ('26 )
3-3 Jens Stage ('39 )
3-4 Jens Stage ('49 )
Rautt spjald: Stanley Nsoki, Hoffenheim ('18)

Holstein Kiel 2 - 4 Eintracht Frankfurt
0-1 Omar Marmoush ('25 )
1-1 Shuto Machino ('31 , víti)
1-2 Igor Matanovic ('47 )
2-2 Shuto Machino ('50 )
2-3 Omar Marmoush ('65 )
2-4 Tuta ('74 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner