Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. nóvember 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sergio Rico varð vitni af dramatíkinni á Parc des Princes
Mynd: Getty Images

Sergio Rico markvörður PSG var mættur á Parc des Princes í gær og sá sína menn gera jafntefli gegn Newcatle í Meistaradeildinni.

Alexander Isak kom Newcastle yfir en Kylian Mbappe jafnaði metin með marki úr umdeildri vítaspyrnu undir lok leiksins.


Rico lenti í alvarlegu slysi í maí þegar hann datt af hestbaki og hlaut alvarlega höfuðáverka. Honum var haldið sofandi og var á gjörgæslu í rúman mánuð en læknar töldu hann mjög heppinn að sleppa lifandi frá atvikinu.

Honum var vel fagnað á vellinum í gær en vallarþulurinn kallaði fyrra nafn hans upp 'Sergio' og stuðningsmenn liðsins öskruðu þá í kjölfarið 'Rico'.

Rico er þrítugur Spánverji en hann hóf ferilinn hjá Sevilla og var á láni hjá Fulham tímabilið 2018-2019 áður en hann fór á lán til PSG en í september 2020 gekk hann alfarið til liðs við félagið. Hann hefur leikið 13 leiki í frönsku deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner