West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
Innkastið - Falldraugurinn færist nær KR og Víkingar eru valtir
Útvarpsþátturinn - Ferðasögur og fótboltafréttir
Einn stærsti sigur í fótboltasögu Íslands og leiðin liggur til Sviss
Arnar Gunnlaugs: Við brugðumst og viðurkennum það
Innkastið - Vítavert klúður Víkings
Leiðin á Laugardalsvöll - Baddi um Árbæ og markamaskína í spjalli
EM hringborðið - Fótboltinn sigraði þó hann hafi ekki komið heim
Útvarpsþátturinn - Boltinn með Binna Gests og FIFPro
EM hringborðið - Efnilegar stórstjörnur og spennandi úrslitaleikur
EM hringborðið - Undanúrslitin hefjast í kvöld
Innkastið - Skagahátíð og Lengjuuppgjör 1-11
Tiltalið: Úlfur Ágúst Björnsson
Útvarpsþátturinn - Kjartan Henry, EM og íslenski
EM hringborðið - Systurnar fara yfir 16-liða úrslitin
Útvarpsþátturinn - Innkastið í beinni á X977
EM hringborðið - Riðlunum lokið og útsláttarkeppni framundan
Innkastið - Blikar brugðust og lið umferða 1-11
Útvarpsþátturinn - Freysi og kraftaverkið í Kortrijk
EM hringborðið - Lárus Orri og Óðinn Svan ræða fyrstu vikuna
Innkastið - Gregg rekinn og deildin opnast upp á gátt
   mán 30. janúar 2017 15:35
Elvar Geir Magnússon
Íslenskir leikmenn sýna sig í Showcase leik
Jóna Kristín og Brynjar.
Jóna Kristín og Brynjar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Soccer and education
„Möguleikarnir í Bandaríkjunum að fara lengra eru meiri en fólk heldur. Stóru skólarnir úti eru gríðarlegur stökkpallur til að fara lengra í fótbolta. Ofan á það nærðu í menntun," segir Brynjar Benediktsson.

Brynjar og Jóna Kristín Hauksdóttir mættu í útvarpsþáttinn Fótbolti.net en þau eru með fyrirtækið Soccer and Education USA sem hjálpar strákum og stelpum að komast á fótboltastyrk í háskólum í Bandaríkjunum.

Brynjar segir að möguleikarnir sem skapast í háskólaboltanum í Bandaríkjunum séu meiri en fólk geri sér grein fyrir það.

„Ég tel að á næstu þremur til fimm árum muni leikmaður sem fer út á okkar vegum fara beint í atvinnumennsku. Það eru njósnarar á öllum leikjum þarna. Ef þú ert Íslendingur er meira tekið eftir þér en öðrum. Það er töff að vera Íslendingur eftir Evrópumótið," segir Brynjar.

„Við erum að opna augun fyrir því að þetta er ekki endastöð heldur eykur þetta að okkar mati möguleikana á að ná lengra í fótbolta."

Kvennaknattspyrnan er sífellt að stækka á heimsvísu en hún er gríðarlega stór í Bandaríkjunum.

„Stelpumegin er fótbolti stærsta íþróttin þarna. Okkar bestu leikmenn hafa verið að fara út í þessa bestu skóla. Maður er í sjokki þegar maður sér aðstöðuna þarna, það er allt til alls þarna og allt gert til að hjálpa þér að aðlagast. Stelpumegin er þetta bara atvinnumennska. Þú ert að fá allt greitt og upphæðirnar eru rosalegar," segir Jóna.

Í kringum 20 háskólaþjálfarar verða hér á landi um næstu helgi en þá stendur Soccer and Education USA fyrir sérstökum „Showcase" leikjum fyrir stráka sem eru sýningarleikir þar sem þjálfararnir leita að leikmönnum.

„Það verða sennilega þrjú lið frá okkur og liðin eru að fara að spila innbyrðis. Þetta er þekkt fyrirbæri í Evrópu en nýtt á Íslandi. Það er gríðarlegt tækifæri fyrir þessa stráka að fá að sýna sig fyrir þessum skólum," segir Brynjar en leikið verður í Reykjaneshöll.

Hlustaðu á umræðuna um bandaríska háskólaboltann í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner
banner