Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
Kjaftæðið - Jason Daði á heimleið?
Kjaftæðið - Viðbjóður í Varsjá
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur í Varsjá og Heimir gegn Ronaldo
Kjaftæðið - Ísland í lykilstöðu fyrir umspilssæti
Hugarburðarbolti GW 11 Úr skúrk, yfir í hetju á einni viku!
Enski boltinn - Var tímabilið að sveiflast þarna?
Kjaftæðið - City valtaði yfir Liverpool og Amorim drullaði á sig
Útvarpsþátturinn - Davíð Smári, kapallinn og ensk verðlaun
   mán 30. janúar 2017 15:35
Elvar Geir Magnússon
Íslenskir leikmenn sýna sig í Showcase leik
Jóna Kristín og Brynjar.
Jóna Kristín og Brynjar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Soccer and education
„Möguleikarnir í Bandaríkjunum að fara lengra eru meiri en fólk heldur. Stóru skólarnir úti eru gríðarlegur stökkpallur til að fara lengra í fótbolta. Ofan á það nærðu í menntun," segir Brynjar Benediktsson.

Brynjar og Jóna Kristín Hauksdóttir mættu í útvarpsþáttinn Fótbolti.net en þau eru með fyrirtækið Soccer and Education USA sem hjálpar strákum og stelpum að komast á fótboltastyrk í háskólum í Bandaríkjunum.

Brynjar segir að möguleikarnir sem skapast í háskólaboltanum í Bandaríkjunum séu meiri en fólk geri sér grein fyrir það.

„Ég tel að á næstu þremur til fimm árum muni leikmaður sem fer út á okkar vegum fara beint í atvinnumennsku. Það eru njósnarar á öllum leikjum þarna. Ef þú ert Íslendingur er meira tekið eftir þér en öðrum. Það er töff að vera Íslendingur eftir Evrópumótið," segir Brynjar.

„Við erum að opna augun fyrir því að þetta er ekki endastöð heldur eykur þetta að okkar mati möguleikana á að ná lengra í fótbolta."

Kvennaknattspyrnan er sífellt að stækka á heimsvísu en hún er gríðarlega stór í Bandaríkjunum.

„Stelpumegin er fótbolti stærsta íþróttin þarna. Okkar bestu leikmenn hafa verið að fara út í þessa bestu skóla. Maður er í sjokki þegar maður sér aðstöðuna þarna, það er allt til alls þarna og allt gert til að hjálpa þér að aðlagast. Stelpumegin er þetta bara atvinnumennska. Þú ert að fá allt greitt og upphæðirnar eru rosalegar," segir Jóna.

Í kringum 20 háskólaþjálfarar verða hér á landi um næstu helgi en þá stendur Soccer and Education USA fyrir sérstökum „Showcase" leikjum fyrir stráka sem eru sýningarleikir þar sem þjálfararnir leita að leikmönnum.

„Það verða sennilega þrjú lið frá okkur og liðin eru að fara að spila innbyrðis. Þetta er þekkt fyrirbæri í Evrópu en nýtt á Íslandi. Það er gríðarlegt tækifæri fyrir þessa stráka að fá að sýna sig fyrir þessum skólum," segir Brynjar en leikið verður í Reykjaneshöll.

Hlustaðu á umræðuna um bandaríska háskólaboltann í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner