Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Hugarburðarbolti GW 4 Risa Manchester slagur
Betkastið - Uppgjör og lið ársins í 2&3. deild
Innkastið - KR niðurlægt og Blikar í svaka brasi
Enski boltinn - Með annan fótinn inn á vinnumálastofnun
Leiðin úr Lengjunni: Til hamingju Þórsarar
Útvarpsþátturinn - Mikil spenna rétt fyrir tvískiptinguna
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
   mán 30. janúar 2017 15:35
Elvar Geir Magnússon
Íslenskir leikmenn sýna sig í Showcase leik
Jóna Kristín og Brynjar.
Jóna Kristín og Brynjar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Soccer and education
„Möguleikarnir í Bandaríkjunum að fara lengra eru meiri en fólk heldur. Stóru skólarnir úti eru gríðarlegur stökkpallur til að fara lengra í fótbolta. Ofan á það nærðu í menntun," segir Brynjar Benediktsson.

Brynjar og Jóna Kristín Hauksdóttir mættu í útvarpsþáttinn Fótbolti.net en þau eru með fyrirtækið Soccer and Education USA sem hjálpar strákum og stelpum að komast á fótboltastyrk í háskólum í Bandaríkjunum.

Brynjar segir að möguleikarnir sem skapast í háskólaboltanum í Bandaríkjunum séu meiri en fólk geri sér grein fyrir það.

„Ég tel að á næstu þremur til fimm árum muni leikmaður sem fer út á okkar vegum fara beint í atvinnumennsku. Það eru njósnarar á öllum leikjum þarna. Ef þú ert Íslendingur er meira tekið eftir þér en öðrum. Það er töff að vera Íslendingur eftir Evrópumótið," segir Brynjar.

„Við erum að opna augun fyrir því að þetta er ekki endastöð heldur eykur þetta að okkar mati möguleikana á að ná lengra í fótbolta."

Kvennaknattspyrnan er sífellt að stækka á heimsvísu en hún er gríðarlega stór í Bandaríkjunum.

„Stelpumegin er fótbolti stærsta íþróttin þarna. Okkar bestu leikmenn hafa verið að fara út í þessa bestu skóla. Maður er í sjokki þegar maður sér aðstöðuna þarna, það er allt til alls þarna og allt gert til að hjálpa þér að aðlagast. Stelpumegin er þetta bara atvinnumennska. Þú ert að fá allt greitt og upphæðirnar eru rosalegar," segir Jóna.

Í kringum 20 háskólaþjálfarar verða hér á landi um næstu helgi en þá stendur Soccer and Education USA fyrir sérstökum „Showcase" leikjum fyrir stráka sem eru sýningarleikir þar sem þjálfararnir leita að leikmönnum.

„Það verða sennilega þrjú lið frá okkur og liðin eru að fara að spila innbyrðis. Þetta er þekkt fyrirbæri í Evrópu en nýtt á Íslandi. Það er gríðarlegt tækifæri fyrir þessa stráka að fá að sýna sig fyrir þessum skólum," segir Brynjar en leikið verður í Reykjaneshöll.

Hlustaðu á umræðuna um bandaríska háskólaboltann í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner