Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fim 30. janúar 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
PSV Eindhoven fær Rodriguez frá Milan (Staðfest)
Milan að kaupa bakvörð frá Wigan
Mynd: Getty Images
AC Milan er búið að staðfesta félagaskipti Ricardo Rodriguez til PSV Eindhoven þar sem hann mun leika á láni út tímabilið. PSV hafði einnig áhuga á Patrick van Aanholt, bakverði Crystal Palace.

Theo Hernandez hrifsaði byrjunarliðssæti Rodriguez þegar hann gekk í raðir Milan fyrir tímabilið og vildi svissneski landsliðsmaðurinn komast burt til að fá meiri spiltíma, enda er EM framundan næsta sumar.

Rodriguez er 27 ára og á 67 leiki að baki fyrir Sviss. Hann spilaði næstum alla deildarleiki Milan fyrstu tvö tímabilin hjá félaginu en hefur aðeins fengið að spila fimm á þessari leiktíð.

Rodriguez er metinn á 10 milljónir evra og á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Milan.

Antonee Robinson, vinstri bakvörður Wigan, er á leið til Milan til að fylla í skarðið. Milan greiðir um 7 milljónir punda fyrir Robinson sem gengst undir læknisskoðun og verður staðfestur á morgun.
Athugasemdir
banner
banner