Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
McKennie til Leeds (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Leeds United er búið að staðfesta félagsskipti Weston McKennie á lánssamningi frá Juventus sem gildir út tímabilið.


McKennie getur ekki spilað strax fyrir Leeds þar sem atvinnuleyfið á eftir að koma í gegn, en það er einungis talið vera formsatriði.

McKennie er 24 ára miðjumaður með 96 leiki að baki á tveimur og hálfu ári hjá Juve. Hann er gríðarlega fjölhæfur og getur leikið allsstaðar á miðjunni. Hann er lykilmaður í landsliði Bandaríkjanna og hefur áður spilað fyrir Schalke í þýska boltanum.

Hjá Leeds hittir McKennie landsliðsfélaga sína Tyler Adams og Brenden Aaronson sem fóru með Bandaríkjunum á HM í Katar.

Leeds er talið greiða eina milljón punda til að fá McKennie lánaðan og getur félagið fest kaup á leikmanninum fyrir 29 milljónir til viðbótar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner