Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. mars 2020 09:22
Elvar Geir Magnússon
„Skammastu þín!" - Grealish fær að heyra það frá Piers Morgan
Grealish myndaður á vettvangi.
Grealish myndaður á vettvangi.
Mynd: Twitter
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, hefur fengið harða gagnrýni fyrir að brjóta tilmæli um útgöngubann en hann skellti sér í partí um helgina og lenti svo í umferðaróhappi.

Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, einn af umsjónarmönnum morgunþáttarins vinsæla Good Morning Britain, er hneykslaður á hegðun Grealish.

„Hvað ertu að hugsa? Hvað varð um almenna skynsemi. Það hjálpar ekki þegar ensk fótboltastjarna og fyrirmynd brýtur reglur. Skammastu þín!" segir Morgan.

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, spjallaði við Morgan í þættinum og segir að Grealish þurfi að taka afleiðingum gjörða sinna.

„Ég hef verið hans helsti aðdáandi. Ég hef alltaf verið að tala fyrir því að hann sé valinn í enska landsliðið. En þetta er rosalega heimskulegt. Ég trúi ekki að hann hafi gert þetta, það þarf að refsa honum," segir Redknapp.

Grealish hafði sjálfur birt myndband af samfélagsmiðlum á laugardaginn þar sem hann sagði fólki að virða útgöngubannið og vera heima. Það var áður en hann skellti sér sjálfur í gleðskap.
Athugasemdir
banner
banner
banner