þri 30. mars 2021 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliði Liechtenstein ekki með gegn Íslendingum
Icelandair
Nicolas Hasler er ekki með gegn Íslendingum
Nicolas Hasler er ekki með gegn Íslendingum
Mynd: Getty Images
Nicolas Hasler, fyrirliði Liechtenstein, verður ekki með liðinu gegn Íslendingum á morgun er liðin eigast við í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Hasler er 29 ára gamall og getur spilað á báðum vængjunum en hann er markahæsti maður landsliðsins með fimm mörk.

Hann meiddist illa gegn Norður-Makedóníu í 5-0 tapinu um helgina og verður ekki með gegn Íslendingum en Martin Stocklasa, þjálfari Liechtenstein, staðfesti þetta á fréttamanafundi í dag.

Þetta er mikið högg fyrir heimamenn sem treysta mikið á Hasler sem hefur verið fyrirliði liðsins í báðum leikjunum í undankeppninni.

Hinn 34 ára gamli Martin Büchel verður með fyrirliðabandið en hann var kallaður seint inn í hópinn. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Vaterland Liechtensteiner.
Athugasemdir
banner
banner