Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 30. mars 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Þetta eru bara tveir heilar úr Kópavogi"
Þýðir ekkert að svekkja sig
Icelandair
Eftir sigur í spurningakeppni
Eftir sigur í spurningakeppni
Mynd: KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslenska U21 árs landsliðið er að undirbúa sig fyrir lokaleik sinn í Evrópumótinu. Liðið mætir Frakklandi á morgun og þar fá sigri að halda til að eiga von um að komast í 8-liða úrslitin.

Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna, sat fyrir svörum á Teams-blaðamannafundi í dag. Hann var spurður út í stemninguna eftir töpin tvö og búbbluna í samanburði við ítölsku búbbluna.

Hvernig er andinn í hópnum eftir þessa tvo tapleiki?

„Andinn er góður og við erum allir á því að við ætlum að gefa allt sem við eigum í þennan síðasta leik til að ná í úrslit gegn Frökkunum. Auðvitað verður það erfitt en við erum allir samstíga í þessu og ég vona að allir leggi sig 100% fram því þá erum við gott lið. Það hefur vantað upp á úrslitin og kannski spilamennskuna í síðustu leikjum en ég held að við séum allir staðráðnir í því að gera betur,“ sagði Andri.

Náið þið að njóta þess að vera í þessu verkefni þrátt fyrir töp?

„Já, við náum því alveg. Auðvitað eru menn svekktir eftir leik og margir sem hefðu viljað spila betur og slíkt. Á svona stórmóti þýðir ekkert að vera svekkja sig alltof mikið á einhverjum einum leik. Það er stutt á milli leikja, menn þurfa að gíra sig í næsta leik og ná upp einbeitingu.“

Er þessi búbbla svipuð þeirri sem þú ert í hjá Bologna?

„Hér erum við fastir á hóteli og við erum ekkert að fara frá því. Það er samt alveg eitthvað um að vera. Á Ítalíu er þetta misjafnt, ef þú ert þar sem ástandið er verst þá ertu kannski ekki með öllum félögunum utan æfinga. Félagslegi parturinn er því kannski aðeins meiri hér á hótelinu heldur en úti á Ítalíu.“

Þú og Kolbeinn Þórðarson unnuð í einhverri spurningakeppni í gær. Eruði skarpastir í hópnum og hvernig var þessi spurningakeppni?

„Ég var með tvo sigra, fyrst á æfingu og svo í spurningakeppni, vonandi næ ég þriðja sigrinum á morgun.“

„Ég myndi alveg segja að við værum klárir. Þetta voru fótboltaspurningar, tónlistaspurningar og svoleiðis. Þetta eru bara tveir heilar úr Kópavogi,“
sagði Andri léttur.

Önnur svör Andra á fundinum:
Andri Fannar um Bologna: Hefði viljað spila meira
„Auðvitað langar alla að fara upp í A-landsliðið"
Andri Fannar: Aldrei fundið jafnmikinn sársauka
Athugasemdir
banner