Chelsea 0 - 2 Lyon (1-2 samanlagt)
0-1 Vanessa Gilles ('77)
0-2 Sara Dabritz ('110)
4-3 eftir vítaspyrnukeppni
Chelsea og Lyon áttust við í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og voru heimakonur í Chelsea í góðri stöðu fyrir leikinn á Stamford Bridge. Þær ensku unnu fyrri viðureign liðanna, sem fór fram í Lyon, 0-1, og mættu því til leiks með forystu.
Leikurinn í dag var markalaus allt þar til á 77. mínútu, en fram að því hafði Lyon fengið bestu færin án þess að takast að skora. Það var Vanessa Gilles sem kom loks boltanum í netið fyrir franska stórveldið og var markið verðskuldað.
Leikurinn var framlengdur og hélst staðan markalaus allt þar til á 110. mínútu, þegar Sara Dabritz nýtti sér vandræðagang í varnarleik heimakvenna til að skora.
Lyon virtist ætla að sigla sigrinum í höfn allt þar til í uppbótartíma framlengingarinnar. Þar var brotið á Lauren James, sem átti flottar rispur í leiknum, og vítaspyrna dæmd eftir langa skoðun. Snertingin var lítil en hún var vissulega til staðar.
Norski reynsluboltinn Maren Mjelde steig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og flautaði dómari leiksins um leið vítaspyrnukeppnina á. Mjelde jafnaði þannig með síðustu snertingu leiksins.
Þegar komið var í vítaspyrnukeppnina hafði Chelsea betur, 4-3, eftir góðar markvörslur Ann-Katrin Berger.