Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. apríl 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dzeko hefur skorað á Old Trafford þrjá áratugi í röð
Mynd: Getty Images
Edin Dzeko fór í sögubækurnar þegar hann skoraði í 6-2 tapi Roma gegn Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi.

Liðin mættust í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og var staðan 1-2 fyrir Roma í leikhlé. Rauðu djöflarnir voru mun betri og nýttu færin sín í síðari hálfleik og verðskulduðu sigurinn.

Dzeko fór í sögubækurnar þar sem hann er eini leikmaðurinn til að hafa skorað gegn Man Utd á Old Trafford á þremur mismunandi áratugum.

Ekki nóg með það, heldur skoraði Dzeko mörkin í þremur mismunandi keppnum með félögum frá þremur mismunandi löndum. Nokkuð magnað.

Dzeko er 35 ára gamall og skoraði fyrst með Wolfsburg í Meistaradeildinni 2009, svo með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og núna var komið að Roma í Evrópudeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner