Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   fös 30. apríl 2021 20:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Leicester missteig sig gegn tíu Dýrlingum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Southampton 1 - 1 Leicester City
1-0 James Ward-Prowse ('61 , víti)
1-1 Jonny Evans ('68 )
Rautt spjald: Jannik Vestergaard, Southampton ('10)

Leicester missti af tveimur stigum í Meistaradeildarbaráttunni í kvöld. Liðið heimsótti Southampton.

Leicester liðið var manni fleira frá 10. mínútu en þá fékk Jannik Vestergaard að líta beint rautt spjald í liði heimamanna.

Staðan var markalaus í leikhléi en James Ward-Prowse kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu eftir klukkutíma leik. Það var Kelechi Iheanacho sem handlék knöttinn inn í eigin vítateig og því var vítaspyrnan dæmd.

Skömmu síðar jafnaði Jonny Evans metin með skalla eftir hornspyrnu.

Leicester reyndi að ná inn sigurmarkinu en Alex McCarthy sá við Jamie Vardy á 84. mínútu þegar enski framherjinn fékk besta færið af þeim sem komu eftir jöfnunarmarkið.

Leicester er með 63 stig í 3. sætinu, Chelsea er með 58 stig og önnur lið minna. Þau eiga öll eftir að spila í þessa helgina. Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 5 3 13 19 35 -16 18
18 West Ham 21 4 5 12 23 41 -18 17
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner