Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   fös 30. apríl 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Ótrúleg spenna í titilbaráttunni
34. umferð spænska deildartímabilsins fer fram um helgina og hefur sjaldan ríkt jafn mikil spenna í titilbaráttunni þar sem fjögur félög koma til greina.

Helgin hefst í kvöld þegar Celta tekur á móti Levante. Eibar mætir svo Alaves í fallbaráttunni í hádeginu á morgun áður en topplið Atletico Madrid heimsækir Elche.

Lærisveinar Diego Simeone hjá Atletico geta búist við erfiðum leik gegn Elche sem berst fyrir lífi sínu á lokakafla tímabilsins.

Real Sociedad getur svo farið langleiðina með að tryggja sér Evrópusæti með sigri gegn fallbaráttuliði Huesca áður en Real Madrid fær Osasuna í heimsókn. Real er í öðru sæti, tveimur stigum eftir Atletico.

Sunnudagurinn er ekki síðri þar sem Real Betis á útileik áður en Villarreal tekur á móti Getafe. Betis og Villarreal eru í harðri baráttu um Evrópusæti en Betis hefur gert fimm jafntefli í röð.

Granada mætir svo Cadiz áður en lærisveinar Ronald Koeman í Barcelona heimsækja Valencia. Barca er í þriðja sæti, jafnt Real Madrid á stigum.

Síðasti leikur helgarinnar fer fram á mánudagskvöldið. Þar á Sevilla heimaleik við Athletic Bilbao. Það verður hörkuleikur en Sevilla er í fjórða sæti, þremur stigum frá toppnum.

Stöð 2 Sport sýnir frá öllum leikjum helgarinnar nema þremur.

Föstudagur:
19:00 Celta - Levante (Stöð 2 Sport 3)

Laugardagur:
12:00 Eibar - Alaves
14:15 Elche - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 2)
16:30 Huesca - Real Sociedad (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Real Madrid - Osasuna (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
12:00 Valladolid - Betis (Stöð 2 Sport 3)
14:15 Villarreal - Getafe
16:30 Granada CF - Cadiz
19:00 Valencia - Barcelona (Stöð 2 Sport 2)

Mánudagur:
19:00 Sevilla - Athletic Bilbao (Stöð 2 Sport 4)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner