Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. júní 2020 10:30
Innkastið
Bestur í 3. umferð: Hvernig áttu að stöðva svona framherja?
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Óttar í leiknum í gærkvöldi.
Óttar í leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Óttar Magnús Karlsson fór á kostum og skoraði þrennu þegar liðið sigraði FH 4-1 í Pepsi Max-deildinni í gær. Óttar er leikmaður umferðarinnar hjá Fótbolta.net.

„Hann er frábær framherji og ætti undir eðlilegum kringumstæðum ekki að vera að spila á Íslandi. Hann hefur sýnt það oftar en einu sinni að hann á erindi í að spila erlendis," sagði Ingólfur Sigurðsson um Óttar í Innkastinu í gær.

Óttar kom aftur heim til Víkings í fyrrasumar eftir að hafa verið hjá Molde, Trelleborg og Mjallby í Noregi og Svíþjóð.

„Það er ekki eins og að honum hafi skort traust frá þjálfurunum. Það er eins og hann hafi ekki verið að fúnkera sjálfur," sagði Elvar Geir Magnússon.

Í gær skoraði Óttar með skalla eftir aukaspyrnu, með skoti fyrir utan teig og með skoti úr aukaspyrnu í autt markið þegar hann var fljótur að hugsa.

„Hann getur ógnað þér í loftinu. Hann er fox in the box, er með góða löpp og getur ógnað fyrir utan. Hvernig áttu að stöðva svona framherja?" sagði Gunnar Birgisson.

„Þú þarft ekkert að hafa brjálæðislegar áhyggjur af Thomas Mikkelsen þegar hann stendur með boltann 30 metra frá marki. Þú býst ekki við að að hann snúi boltann í fjærhornið. Óttar Magnús getur snúið og klínt einum í trýnið á þér. Þetta er það sem ég vil sjá frá honum. Þetta var geggjaður leikur hjá honum," bætti Gunnar við.

„Það er líka frábært fyrir unga iðkenndur hjá Vikingi að vera með þessa flottu fyrirmynd í klúbbnum. Þetta er maður sem gerir allt eins og atvinnumaður í Víkinni," sagði Elvar Geir.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar (Valgeir Valgeirsson)
Innkastið - Óttar og vafasamur boltakrakki stálu senunni
Athugasemdir
banner
banner