Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. júní 2020 12:25
Elvar Geir Magnússon
„Tímabilið lengist aðeins í Pepsi Max kvenna en ekki karlamegin"
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ.
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik, KR og Fylkir í Pepsi Max-deild kvenna eru í sóttkví og næstu leikjum þessara liða hefur verið frestað. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, reiknar með að deildin muni því spilast lengra inn í árið en áætlað var.

Stjarnan í karlaflokki er einnig í sóttkví en eins og staðan er ætti tímabilið í Pepsi Max-deild karla ekki að lengjast.

„Félögin í Pepsi Max-deildum karla og kvenna vita af því að ekki er búið að gefa út niðurröðun eftir 1. ágúst. Við biðum eftir að fá niðurstöðu með leikdaga í Evrópukeppnum félagsliða og vorum að undirbúa það að gefa út niðurröðun," segir Birkir.

„Við erum að endurskoða það núna og á næstu dögum þá munum við birta niðurröðunina sem gildir eftir 1. ágúst. Þá verður búið að koma þessum frestuðu leikjum þar fyrir."

„Eins og staðan er núna geri ég ráð fyrir því að tímabilið lengist aðeins kvennamegin en ekki karlamegin. Það er auðvitað miðað við stöðuna eins og hún er einmitt í dag," segir Birkir en ýmislegt getur gerst eins og lesendur vita.

Stjarnan átti að mæta KA um liðna helgi og leik gegn FH og KR í næstu umferðum. Þessum þremur leikjum hefur verið frestað. Stefnt er á að lokaumferðin í Pepsi Max-deild karla verði 31. október en í kvennaflokki átti að spila lokaumferðina 11. október.
Athugasemdir
banner
banner