Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 23:24
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Kári með sjö stiga forystu - Víðir missteig sig á heimavelli
Kári stefnir upp
Kári stefnir upp
Mynd: Kári
Kári er með sjö stiga forystu á toppi 3. deildar karla eftir 2-0 sigur liðsins á Hvíta riddaranum í kvöld. Víðir missteig sig á meðan í titilbaráttunni með því að gera 1-1 jafntefli við Vængi Júpiters.

Leikurinn fór fram á Malbikstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ og voru það gestirnir sem komust í forystu á 7. mínútu er Guðjón Breki Guðmundsson setti boltann í eigið net.

Kristján Hjörvar Sigurkarlsson sigldi sigrinum í höfn með öðru marki Kára á 81. mínútu og þar við sat.

Kári er með 36 stig á toppnum, sjö stigum á undan Víði sem fór illa að ráði sínu í kvöld.

Víðir gerði 1-1 jafntefli við Vængi Júpiters er liðin mættust í Garði. David Toro Jimenez skoraði fyrir heimamenn á 4. mínútu leiksins en það var Rafael Máni Þrastarason sem náði í stigið fyrir Vængina. Tólfta mark hans í deildinni og er hann markahæstur, einu á undan Markúsi Máni Jónssyni, leikmanni Víðis.

Víðir er í öðru sæti með 29 stig, Vængir í 10. sæti með 14 stig og Hvíti riddarinn á botninum með 11 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Víðir 1 - 1 Vængir Júpiters
1-0 David Toro Jimenez ('4 )
1-1 Rafael Máni Þrastarson ('34 )

Hvíti riddarinn 0 - 2 Kári
0-1 Guðjón Breki Guðmundsson ('7 , Sjálfsmark)
0-2 Kristján Hjörvar Sigurkarlsson ('81 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 22 14 5 3 63 - 25 +38 47
2.    Víðir 22 13 6 3 54 - 25 +29 45
3.    Árbær 22 14 3 5 47 - 32 +15 45
4.    Augnablik 22 12 4 6 46 - 30 +16 40
5.    Magni 22 9 6 7 35 - 38 -3 33
6.    Hvíti riddarinn 22 8 2 12 45 - 49 -4 26
7.    ÍH 22 7 4 11 61 - 63 -2 25
8.    KV 22 8 1 13 36 - 50 -14 25
9.    KFK 22 8 1 13 39 - 59 -20 25
10.    Sindri 22 7 3 12 40 - 49 -9 24
11.    Elliði 22 7 2 13 32 - 54 -22 23
12.    Vængir Júpiters 22 5 3 14 37 - 61 -24 18
Athugasemdir
banner