Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
banner
   þri 30. júlí 2024 21:14
Atli Arason
Óli Kristjáns: Það er bara pása eftir mót
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, gat ekki leynt ánægju sinni eftir 4-2 endurkomu sigur sinna leikmanna gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Keflavík

Ánægður með sigurinn og ánægður með seinni hálfleikinn. Ég er ánægður að við fórum í leikplanið sem við ætluðum að nota í gegnum leikinn í seinni hálfleik, að herja á þær [Keflvíkinga] í breiddinni. Góður karakter, góður mórall í liðinu því við grófum okkur í holu í fyrri hálfleik, við spiluðum ekki góðan fyrri hálfleik en stelpurnar hafa sýnt það, það er töffari í þeim. Þetta verðskuldaður sigur og ég er ánægður með það,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, í viðtali við Fotbolti.net.

Ólafur er ekki í neinum vafa að verslunarmannahelgin verður yrði vel nýtt í Laugardalnum og minnti sína leikmenn á að þær geta hvílt sig eftir að mótinu lýkur.

Við æfum á morgun [miðvikudag] og fimmtudaginn. Svo er smá möguleiki að vera aðeins með fjölskyldu og vinum yfir helgina en æfing á mánudaginn því það er mjög erfiður leikur gegn Tindastól á föstudaginn. Það er enginn pása núna, það er bara pása eftir mót,“ sagði Ólafur.

Viðtalið í heild má sjá í spilarnum hér að ofan, en þar fer Ólafur meðal annars vel yfir hvað gekk vel og hvað gekk illa í leikplani Þróttar í leiknum.

 

 

 

 

 

 

 


Athugasemdir
banner
banner