Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 30. ágúst 2019 21:05
Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir: Rugl að ég hafi skorað með tippinu
Gyrðir skoraði í sigri Leiknis í dag.  Mjöðmin eða lærið segir hann,  ekki tippið.
Gyrðir skoraði í sigri Leiknis í dag. Mjöðmin eða lærið segir hann, ekki tippið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mjög gott að klára Haukana 2-0 í dag. Við vorum miklu betri en þeir í fyrri hálfleik en þeir lágu svolítið á okkur í seinni hálfleik. Þetta var solid sigur og mikilvægt að halda hreinu," sagði Gyrðir Hrafn Guðbrandsson miðvörður Leiknis eftir 2 - 0 heimasigur á Haukum í Inkasso-deildinni í kvöld.

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu að ofan

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Haukar

„Í seinni hálfleik vorum við bara að verja markið okkar. Við vildum ekki fá á okkur mark og leyfa þeim að komast inn í leikinn svo við héldum okkur aðeins aftar. Við hefðum átt að halda boltanum meira en gerðum það ekki. Þeir settu pressu og lokuðu á allt svo við vörðum markið og negldum fram."

Gyrðir kom Leikni yfir snemma leiks í kjölfar hornspyrnu. „Það var mjög gott að skora mark. Ég var líka mjög ánægður með að halda hreinu."

Markið skoraði Gyrðir í mittishæð eftir hornspyrnu. Í stúkunni var það rætt að hann hafi verið að skora sitt annað mark í sumar með tippinu. Hann var ekki sammála því.

„Nei nei, þetta var mjöðmin eða lærið," sagði Gyrðir og sprakk úr hlátri. „Það er eitthvað rugl. Ég var bara að reyna að koma boltanum yfir línuna."

Leiknir er eftir sigurinn í kvöld í 4. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Þór og þremur stigum frá Gróttu sem er í 2. sætinu. Þeir eiga enn von á að komast upp en þá þurfa hlutirnir að falla með þeim.

„Við erum í 4. sæti eins og er og stefnum á að fara upp. Við erum ánægðir með það sem komið er og ætlum að vinna allt sem eftir er."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner