Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 30. ágúst 2019 21:05
Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir: Rugl að ég hafi skorað með tippinu
Gyrðir skoraði í sigri Leiknis í dag.  Mjöðmin eða lærið segir hann,  ekki tippið.
Gyrðir skoraði í sigri Leiknis í dag. Mjöðmin eða lærið segir hann, ekki tippið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mjög gott að klára Haukana 2-0 í dag. Við vorum miklu betri en þeir í fyrri hálfleik en þeir lágu svolítið á okkur í seinni hálfleik. Þetta var solid sigur og mikilvægt að halda hreinu," sagði Gyrðir Hrafn Guðbrandsson miðvörður Leiknis eftir 2 - 0 heimasigur á Haukum í Inkasso-deildinni í kvöld.

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu að ofan

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Haukar

„Í seinni hálfleik vorum við bara að verja markið okkar. Við vildum ekki fá á okkur mark og leyfa þeim að komast inn í leikinn svo við héldum okkur aðeins aftar. Við hefðum átt að halda boltanum meira en gerðum það ekki. Þeir settu pressu og lokuðu á allt svo við vörðum markið og negldum fram."

Gyrðir kom Leikni yfir snemma leiks í kjölfar hornspyrnu. „Það var mjög gott að skora mark. Ég var líka mjög ánægður með að halda hreinu."

Markið skoraði Gyrðir í mittishæð eftir hornspyrnu. Í stúkunni var það rætt að hann hafi verið að skora sitt annað mark í sumar með tippinu. Hann var ekki sammála því.

„Nei nei, þetta var mjöðmin eða lærið," sagði Gyrðir og sprakk úr hlátri. „Það er eitthvað rugl. Ég var bara að reyna að koma boltanum yfir línuna."

Leiknir er eftir sigurinn í kvöld í 4. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Þór og þremur stigum frá Gróttu sem er í 2. sætinu. Þeir eiga enn von á að komast upp en þá þurfa hlutirnir að falla með þeim.

„Við erum í 4. sæti eins og er og stefnum á að fara upp. Við erum ánægðir með það sem komið er og ætlum að vinna allt sem eftir er."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner