Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   fös 30. ágúst 2019 21:05
Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir: Rugl að ég hafi skorað með tippinu
Gyrðir skoraði í sigri Leiknis í dag.  Mjöðmin eða lærið segir hann,  ekki tippið.
Gyrðir skoraði í sigri Leiknis í dag. Mjöðmin eða lærið segir hann, ekki tippið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mjög gott að klára Haukana 2-0 í dag. Við vorum miklu betri en þeir í fyrri hálfleik en þeir lágu svolítið á okkur í seinni hálfleik. Þetta var solid sigur og mikilvægt að halda hreinu," sagði Gyrðir Hrafn Guðbrandsson miðvörður Leiknis eftir 2 - 0 heimasigur á Haukum í Inkasso-deildinni í kvöld.

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu að ofan

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Haukar

„Í seinni hálfleik vorum við bara að verja markið okkar. Við vildum ekki fá á okkur mark og leyfa þeim að komast inn í leikinn svo við héldum okkur aðeins aftar. Við hefðum átt að halda boltanum meira en gerðum það ekki. Þeir settu pressu og lokuðu á allt svo við vörðum markið og negldum fram."

Gyrðir kom Leikni yfir snemma leiks í kjölfar hornspyrnu. „Það var mjög gott að skora mark. Ég var líka mjög ánægður með að halda hreinu."

Markið skoraði Gyrðir í mittishæð eftir hornspyrnu. Í stúkunni var það rætt að hann hafi verið að skora sitt annað mark í sumar með tippinu. Hann var ekki sammála því.

„Nei nei, þetta var mjöðmin eða lærið," sagði Gyrðir og sprakk úr hlátri. „Það er eitthvað rugl. Ég var bara að reyna að koma boltanum yfir línuna."

Leiknir er eftir sigurinn í kvöld í 4. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Þór og þremur stigum frá Gróttu sem er í 2. sætinu. Þeir eiga enn von á að komast upp en þá þurfa hlutirnir að falla með þeim.

„Við erum í 4. sæti eins og er og stefnum á að fara upp. Við erum ánægðir með það sem komið er og ætlum að vinna allt sem eftir er."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner