Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
banner
   fös 30. ágúst 2019 21:05
Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir: Rugl að ég hafi skorað með tippinu
Gyrðir skoraði í sigri Leiknis í dag.  Mjöðmin eða lærið segir hann,  ekki tippið.
Gyrðir skoraði í sigri Leiknis í dag. Mjöðmin eða lærið segir hann, ekki tippið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mjög gott að klára Haukana 2-0 í dag. Við vorum miklu betri en þeir í fyrri hálfleik en þeir lágu svolítið á okkur í seinni hálfleik. Þetta var solid sigur og mikilvægt að halda hreinu," sagði Gyrðir Hrafn Guðbrandsson miðvörður Leiknis eftir 2 - 0 heimasigur á Haukum í Inkasso-deildinni í kvöld.

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu að ofan

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Haukar

„Í seinni hálfleik vorum við bara að verja markið okkar. Við vildum ekki fá á okkur mark og leyfa þeim að komast inn í leikinn svo við héldum okkur aðeins aftar. Við hefðum átt að halda boltanum meira en gerðum það ekki. Þeir settu pressu og lokuðu á allt svo við vörðum markið og negldum fram."

Gyrðir kom Leikni yfir snemma leiks í kjölfar hornspyrnu. „Það var mjög gott að skora mark. Ég var líka mjög ánægður með að halda hreinu."

Markið skoraði Gyrðir í mittishæð eftir hornspyrnu. Í stúkunni var það rætt að hann hafi verið að skora sitt annað mark í sumar með tippinu. Hann var ekki sammála því.

„Nei nei, þetta var mjöðmin eða lærið," sagði Gyrðir og sprakk úr hlátri. „Það er eitthvað rugl. Ég var bara að reyna að koma boltanum yfir línuna."

Leiknir er eftir sigurinn í kvöld í 4. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Þór og þremur stigum frá Gróttu sem er í 2. sætinu. Þeir eiga enn von á að komast upp en þá þurfa hlutirnir að falla með þeim.

„Við erum í 4. sæti eins og er og stefnum á að fara upp. Við erum ánægðir með það sem komið er og ætlum að vinna allt sem eftir er."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner