Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
banner
   fös 30. ágúst 2019 21:05
Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir: Rugl að ég hafi skorað með tippinu
Gyrðir skoraði í sigri Leiknis í dag.  Mjöðmin eða lærið segir hann,  ekki tippið.
Gyrðir skoraði í sigri Leiknis í dag. Mjöðmin eða lærið segir hann, ekki tippið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mjög gott að klára Haukana 2-0 í dag. Við vorum miklu betri en þeir í fyrri hálfleik en þeir lágu svolítið á okkur í seinni hálfleik. Þetta var solid sigur og mikilvægt að halda hreinu," sagði Gyrðir Hrafn Guðbrandsson miðvörður Leiknis eftir 2 - 0 heimasigur á Haukum í Inkasso-deildinni í kvöld.

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu að ofan

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Haukar

„Í seinni hálfleik vorum við bara að verja markið okkar. Við vildum ekki fá á okkur mark og leyfa þeim að komast inn í leikinn svo við héldum okkur aðeins aftar. Við hefðum átt að halda boltanum meira en gerðum það ekki. Þeir settu pressu og lokuðu á allt svo við vörðum markið og negldum fram."

Gyrðir kom Leikni yfir snemma leiks í kjölfar hornspyrnu. „Það var mjög gott að skora mark. Ég var líka mjög ánægður með að halda hreinu."

Markið skoraði Gyrðir í mittishæð eftir hornspyrnu. Í stúkunni var það rætt að hann hafi verið að skora sitt annað mark í sumar með tippinu. Hann var ekki sammála því.

„Nei nei, þetta var mjöðmin eða lærið," sagði Gyrðir og sprakk úr hlátri. „Það er eitthvað rugl. Ég var bara að reyna að koma boltanum yfir línuna."

Leiknir er eftir sigurinn í kvöld í 4. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Þór og þremur stigum frá Gróttu sem er í 2. sætinu. Þeir eiga enn von á að komast upp en þá þurfa hlutirnir að falla með þeim.

„Við erum í 4. sæti eins og er og stefnum á að fara upp. Við erum ánægðir með það sem komið er og ætlum að vinna allt sem eftir er."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner