Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 30. ágúst 2024 10:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal boðið að kaupa Sterling
Mynd: EPA
SkySports fjallar um að Arsenal hafi verið boðið að fá Raheem Sterling í sínar raðir frá Chelsea.

Það bendir flest til þess að annað hvort verði Sterling áfram hjá Chelsea eða fari til Arsenal í dag.

SkySports segir að það séu jafnmiklar líkur á að hann verði áfram hjá Chelsea og að hann fari. Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, hefur gefið það út að hann ætli sér ekki að nota Sterling í vetur.

Fjölskylda Sterling býr í London og hann vill spila í úrvalsdeildinni. Hann vill líka vinna sér inn sæti í enska landsliðinu aftur.

Sterling vann með Mikel Arteta, stjóra Arsenal, þegar þeir voru báðir hjá Manchester City. Sterling á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner