Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 11:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hólmbert til Preussen Münster (Staðfest) - „Spennandi ævintýri"
Mættur til Münster.
Mættur til Münster.
Mynd: SCP
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson er genginn í raðir þýska félagsins Preussen Münster.

Hólmbert er stór og stæðilegur framherji sem kemur til Münster eftir að samningur hans við Holstein Kiel rann út í sumar. Hann var fyrst orðaður við félagið í lok júlí.

„Hólmbert er týpa af leikmanni sem við höfðum ekki í hópnum. Hann er frábær náungi og fjölgar möguleikum í okkar leikstíl. Við viljum búa til fleiri hættur fyrir andstæðingana inn á þeirra vítateig og valda þeim vandræðum," segir Ole Kittner sem er framkvæmdastjóri félagsins.

„Ég er stór framherji. Ég var spenntur þegar símtalið kom frá Münster. Þetta tók tíma, en ég er virkilega ánægður að hafa skrifað undir hjá Preussen Münster. Preussen er félag sem er á uppleið, hafa farið upp um deild tvisvar í röð. Þetta er spennandi ævintýri sem ég vil taka þátt í. Ég er spenntur fyrir komandi tímum og vil hjálpa liðinu," segir Hólmbert við undirskrift.

Eins og Hólmbert nefnir þá fór Preussen Münster upp um deild í vor og er nú í þýsku B-deildinni. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina og á leik gegn HSV á útivelli á morgun.

Hólmbert er uppalinn hjá HK og hefur einnig spilað með Fram, Stjörnunni, KR, Celtic, Bröndby, Álasund, Lilleström, Brescia og Holstein Kiel á sínum ferli. Hann er 31 árs og á að baki sex landsleiki og tvö landsliðsmörk. Hann lék síðast með landsliðinu í mars 2021.
Athugasemdir
banner
banner