Úlfarnir hafa fengið markvörðinn Sam Johnstone frá Crystal Palace en hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning í Wolverhampton.
Johnstone er 31 árs og hafði beðið um að fá að yfirgefa Palace. Leicester City, Nottingham Forest og Southampton sýndu honum áhuga áður en Wolves krækti í hann.
Johnstone er 31 árs og hafði beðið um að fá að yfirgefa Palace. Leicester City, Nottingham Forest og Southampton sýndu honum áhuga áður en Wolves krækti í hann.
Johnstone var á bekknum í fyrstu leikjum Palace á tímabilinu á meðan Dean Henderson varði markið.
Portúgalinn Jose Sa hefur verið aðalmarkvörður Wolves síðan hann kom til félagsins 2021.
Gluggadagurinn er í dag. Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.
Your new home, @samjohnstone ????? pic.twitter.com/MkdyXiaixT
— Wolves (@Wolves) August 30, 2024
Athugasemdir