Það gengur ekkert hjá Manchester United að losa Jadon Sancho til annars félags í sumar. PSG, Juventus, Dortmund og Chelsea hafa verið orðuð við kappann sem hefur ekki komið við sögu frá því í leiknum gegn Man City í Samfélagsskildinum.
Man Utd var sagt vilja fá 40 milljónir punda fyrr í sumar en í dag eru fréttir á þá leið að United sé tilbúið að selja Sancho á 25 milljónir punda.
Man Utd var sagt vilja fá 40 milljónir punda fyrr í sumar en í dag eru fréttir á þá leið að United sé tilbúið að selja Sancho á 25 milljónir punda.
Þá er einnig möguleiki á því að félagið samþykki að lána Sancho í burtu því hann virðist ekki vera í plönum félagsins.
Sancho var keyptur á 73 milljónir punda sumarið 2021 eftir góð tímabil með Dortmund. Hann lenti upp á kant við Erik ten Hag fyrir ári síðan og glímdi við vandamál í sínu einkalífi. Hann er 24 ára vængmaður sem lék á láni hjá Dortmund seinni hluta síðasta tímabils.
Athugasemdir