Framherjinn Neal Maupay hefur yfirgefið ensku úrvalsdeildina en hann er farinn til Olympique de Marseille í Frakklandi.
Marseille fær hann lánaðan út tímabilið en er skyldugt til að kaupa hann að því loknu.
Marseille fær hann lánaðan út tímabilið en er skyldugt til að kaupa hann að því loknu.
Sky Sports segir að Marseille fái Maupay fyrir 6 milljónir punda en upphæðin gæti hækkað upp í 10 milljónir eftir ákvæðum.
Maupay er 28 ára og hefur verið í enska boltanum frá 2017. Hann hefur spilað fyrir Brentford, Brighton og Everton. Hann náði ekki að standa undir væntingum hjá Everton og skoraði aðeins eitt mark í 32 leikjum fyrir félagið.
Roberto de Zerbi stýrir Marseille en félagið hefur í þessum glugga fengið Mason Greenwood og Pierre-Emile Höjbjerg.
Gluggadagurinn er í dag. Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.
We can confirm Neal Maupay has left Everton to join Olympique de Marseille on loan for 2024/25, with an obligation to buy the forward at the end of the season.
— Everton (@Everton) August 30, 2024
Athugasemdir