Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 09:05
Elvar Geir Magnússon
Maupay til Marseille (Staðfest)
Maupay var á láni hjá Brentford.
Maupay var á láni hjá Brentford.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Neal Maupay hefur yfirgefið ensku úrvalsdeildina en hann er farinn til Olympique de Marseille í Frakklandi.

Marseille fær hann lánaðan út tímabilið en er skyldugt til að kaupa hann að því loknu.

Sky Sports segir að Marseille fái Maupay fyrir 6 milljónir punda en upphæðin gæti hækkað upp í 10 milljónir eftir ákvæðum.

Maupay er 28 ára og hefur verið í enska boltanum frá 2017. Hann hefur spilað fyrir Brentford, Brighton og Everton. Hann náði ekki að standa undir væntingum hjá Everton og skoraði aðeins eitt mark í 32 leikjum fyrir félagið.

Roberto de Zerbi stýrir Marseille en félagið hefur í þessum glugga fengið Mason Greenwood og Pierre-Emile Höjbjerg.

Gluggadagurinn er í dag. Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.


Athugasemdir
banner
banner
banner