Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 30. ágúst 2024 08:06
Elvar Geir Magnússon
Osimhen fer til Sádi-Arabíu - Hvað gerir Chelsea núna?
Osimhen er á leið til Sádi-Arabíu.
Osimhen er á leið til Sádi-Arabíu.
Mynd: Getty Images
Chelsea virðist vera búið að missa af því að krækja í Victor Osimhen, nígeríska sóknarmanninn hjá Napoli.

Ítalskir fjölmiðlar segja að verið sé að ganga frá skiptum Osimhen til Al Ahli í Sádi-Arabíu og að leikmaðurinn sé á leið í læknisskoðun.

Chelsea hefur verið að reyna að landa Osimhen en Al Ahli verið á undan í baráttunni.

Osimhen mun skrifa undir fjögurra ára samning í Sádi-Arabíu að verðmæti um 40 milljónir evra á tímabili.

Þó Chelsea sé að missa af Osimhen er búist við því að félagið haldi áfram að reyna að bæta við sig sóknarmanni í dag.

Ivan Toney, Jhon Duran og Dominic Calvert Lewin eru allir á blaði hjá Chelsea og þá er félagið einnig að vinna í að fá Jadon Sancho.

Gluggadagurinn er í dag. Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.
Athugasemdir
banner
banner