Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 30. ágúst 2024 13:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag býst við að Sancho verði áfram - „Þurfum breidd"
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, er sterklega orðaður við Chelsea í dag en Erik ten Hag, stjóri United, hefur trú á því að Sancho verði áfram hjá United.

„Hann er leikmaður í okkar hópi og við erum ánægðir með hann. Við þurfum að vera með góðan hóp, við þurfum breidd. Við spilum marga leiki þangað til í janúar. Eftir landsleikina spilum við á þriggja daga fresti svo við þurfum að hafa kosti," sagði sá hollenski á fréttamannafundi í dag.

„Ég veit ekki betur," sagði Ten Hag þegar hann var spurður aftur hvort hann ætti von á því að Sancho yrði áfram.

Glugginn á Englandi lokar klukkan 10 að íslenskum tíma. Man Utd er að klára kaup á Manuel Ugarte í dag og ekki er ólíklegt að það gerist eitthvað meira á Old Trafford í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner