Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 15:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag: Því miður eru reglurnar svona
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay er að ganga í raðir ítalska félagsins Napoli í dag.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og viðurkenndi þar að hann væri með blendnar tilfinningar gagnvart þessari sölu.

„Tilfinningarnar eru blendnar," sagði Ten Hag.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd en ég vil ekki missa hann þar sem hann var mikilvægur hluti af hópnum. Hann er uppalinn hjá okkur og er Manchester United í gegn en því miður reglurnar eins og þær eru. Uppaldir leikmenn eru verðmætari."

Sölur á uppöldum leikmönnum telja sem hreinn gróði í bókhaldinu og það hjálpar United að selja McTominay að standast fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar.

United er í stað McTominay að kaupa Manuel Ugarte frá Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner