Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 30. ágúst 2024 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ugarte ekki með gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Manuel Ugarte, verðandi leikmaður Manchester United, má ekki spila gegn Liverpool á sunnudag.

Frá þessu greinir Sky Sports rétt í þessu. Félagaskiptin eru ekki alveg frágengin og því ekki hægt að skrá Ugarte í leikmannahópinn sem tiltækur er fyrir leikinn.

Félagaskiptunum miðar hins vegar áfram og verður úrúgvæski miðjumaðurinn kynntur hjá Man Utd í dag.

United hafði til hádegis á enskum tíma til að ganga frá skiptunum en tókst það ekki.

Félagið er sagt greiða 50 milljónir evra fyrir Ugarte sem kemur frá PSG. Sá verðmiði getur hækkað um 10 milljónir evra með árangurstengdum gjöldum.

Man Utd verður einnig án Mason Mount í stórleiknum gegn Liverpool. Hann meiddist í leiknum gegn Brighton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Aston Villa 17 8 4 5 25 25 0 28
6 Man City 17 8 3 6 28 24 +4 27
7 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
8 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
9 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
10 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
11 Brentford 16 7 2 7 32 30 +2 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 16 5 4 7 21 29 -8 19
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner
banner