Íslendingalið Birmingham, sem er í C-deild á Englandi, hefur gert stórt tilboð í Jay Stansfield, sóknarmann Fulham.
Tilboðið hljóðar upp á 10 milljónir punda.
Tilboðið hljóðar upp á 10 milljónir punda.
Birmingham féll úr Championship á síðasta tímabili en bandarískir eigendur félagsins hafa fjárfest mikið í leikmannahópnum í sumar. Hafa þeir meðal annars sótt íslensku landsliðsmennina Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson.
Willum varð fyrr í sumar dýrasti leikmaður í sögu C-deildarinnar þegar Birmingham keypti hann fyrir 4 milljónir evra en félagið bætti svo metið aftur þegar það keypti Austurríkismanninn Christoph Klarer fyrir 4,15 milljónir evra.
Núna ætlar Birmingham að gjörbæta þetta met með Stansfield en hann er 21 árs gamall og var á láni hjá liðinu á síðustu leiktíð. Hann skoraði þá 13 mörk í 47 keppnisleikjum.
Stansfield er ekki ofarlega í goggunarröðinni hjá Fulham en hann lék þó gegn Birmingham í deildabikarnum fyrr í vikunni. Hann skoraði í þeim leik og var maður leiksins.
Athugasemdir