Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 30. september 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Nær Torino að fá King á undan Tottenham?
Ítalska félagið Torino hefur áhuga á að fá norska framherjann Joshua King í sínar raðir frá Bournemouth.

King vill fara frá Bournemouth eftir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni.

King hefur verið orðaður við Tottenham en nú gæti hann verið á leið til Ítalíu.

Bournemouth er sagt tilbúið að selja King á tíu milljónir punda til að fá pening í kassann til að takast á við fjárhagserfiðleika eftir kórónuveiru faraldurinn.
Athugasemdir
banner