mið 30. september 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sýndu ekki Ofurbikarinn því dómarinn var kvenkyns
Mynd: Getty Images
Íranska ríkissjónvarpið ætlaði að sýna viðureign Borussia Dortmund og FC Bayern sem mættust fyrr í kvöld í úrslitaleik um þýska Ofurbikarinn.

Hætt var við útsendinguna þegar fregnir bárust af því að Bibiana Steinhaus, kvenkyns dómari, var skráð á leikinn.

Íran er talið vera með nokkuð öfgafulla ríkisstjórn þegar kemur að ýmsum málum og er það enn ferskt í minni þegar ríkissjónvarpið sýndi frá HM 2018 í Rússlandi. Þá var ákveðið að sýna ekki stuðningsmenn í mynd því kvenfólkið var ekki nægilega vel klætt.

Ástandið í Íran hefur ekki verið gott undanfarin ár og er ríkisstjórn landsins meðal annars sökuð um að fjármagna hryðjuverkasamtök.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner