City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
   mán 30. september 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aldrei hefur eitt lið byrjað eins illa í Danmörku
Andreas Cornelius skoraði sigurmark FCK gegn Vejle í gær.
Andreas Cornelius skoraði sigurmark FCK gegn Vejle í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danska félagið Vejle hefur byrjað tímabilið algjörlega hörmulega.

Vejle hefur sett met sem ekkert lið vill setja; versta byrjun í sögu dönsku úrvalsdeildarinnar.

Vejle komst í 1-0 gegn FC Kaupmannahöfn í gær en endaði á því að tapa 2-1 þar sem enginn annar en Andreas Cornelius skoraði sigurmarkið. Cornelius hefur verið mikið meiddur og lítið getað með FCK síðustu ár en hann skoraði sigurmarkið í gær.

Vejle er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar án stiga þegar tíu umferðir eru búnar.

Bold greinir frá því í dag að aldrei áður hafi lið farið í gegnum fyrstu tíu leikina í dönsku úrvalsdeildinni án þess að fá stig. Þetta er því sögulega léleg byrjun.

B93 fékk eitt stig 1998/99 tímabilið og Vejle gerði það líka 2006/07 tímabilið. Bæði þessi lið enduðu á að falla niður um deild.

Íslendingalið Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en Elías Rafn Ólafsson er markvörður liðsins.
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 10 7 3 0 22 11 +11 24
2 FCK 10 6 2 2 19 11 +8 20
3 AGF Aarhus 10 5 4 1 24 10 +14 19
4 Silkeborg 10 5 3 2 21 15 +6 18
5 Brondby 9 4 3 2 19 13 +6 15
6 Randers FC 10 3 5 2 16 15 +1 14
7 Viborg 10 3 3 4 21 20 +1 12
8 FC Nordsjaelland 9 3 3 3 16 17 -1 12
9 AaB Aalborg 10 4 0 6 10 20 -10 12
10 Sonderjylland 10 2 2 6 9 20 -11 8
11 Lyngby 10 1 4 5 7 13 -6 7
12 Vejle 10 0 0 10 7 26 -19 0
Athugasemdir
banner
banner
banner