Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
   mán 30. september 2024 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Cagliari nældi í sinn fyrsta sigur á dramatískan hátt
Razvan Marin
Razvan Marin
Mynd: Getty Images

Parma 2 - 3 Cagliari
0-1 Nadir Zortea ('34 )
1-1 Dennis Man ('62 )
1-2 Razvan Marin ('75 )
2-2 Hernani ('87 , víti)
2-3 Roberto Piccoli ('87 )


Cagliari nældi í sinn fyrsta sigur á þessu tímabili þegar liðið lagði nýliða Parma af velli í kvöld.

Yerry Mina hélt að hann hefði komið Cagliari yfir snemma leiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Nadir Zortea bætti upp fyrir það og sá til þess að Cagliari var með forystu í hálfleik.

Woyo Coulibaly kom inn á sem varamaður í hálfleik hjá Parma og lagði upp jöfnunarmarkið á Rúmenan Dennis Man sem skoraði sitt þriðja mark í fyrstu sex leikjunum.

Landi hans, Razvan Marin, endurheimti forystuna fyrir Cagliari en aftur tókst Parma að jafna en það gerði Hernani úr vítaspyrnu. En staðan var ekki jöfn lengi þar sem Roberto Piccoli tryggði Cagliari sigurinn aðeins mínútu síðar.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 7 5 1 1 14 5 +9 16
2 Inter 7 4 2 1 16 9 +7 14
3 Juventus 7 3 4 0 10 1 +9 13
4 Lazio 7 4 1 2 14 11 +3 13
5 Udinese 7 4 1 2 10 10 0 13
6 Milan 7 3 2 2 15 9 +6 11
7 Torino 7 3 2 2 12 11 +1 11
8 Atalanta 7 3 1 3 16 13 +3 10
9 Roma 7 2 4 1 8 5 +3 10
10 Empoli 7 2 4 1 6 4 +2 10
11 Fiorentina 7 2 4 1 9 8 +1 10
12 Verona 7 3 0 4 12 12 0 9
13 Bologna 7 1 5 1 7 9 -2 8
14 Como 7 2 2 3 10 14 -4 8
15 Parma 7 1 3 3 10 12 -2 6
16 Cagliari 7 1 3 3 5 11 -6 6
17 Lecce 7 1 2 4 3 12 -9 5
18 Genoa 7 1 2 4 5 15 -10 5
19 Monza 7 0 4 3 5 9 -4 4
20 Venezia 7 1 1 5 5 12 -7 4
Athugasemdir
banner
banner