Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 30. október 2020 12:54
Elvar Geir Magnússon
Tæknin þekkti ekki mun á sköllóttum dómara og boltanum
Áhorfendabann er víða um Evrópu vegna heimsfaraldursins, þar á meðal í Skotlandi.

Skoska félagið Inverness Caledonian Thistle F.C. sýndi þó leik liðsins gegn Ayr United beint á netinu svo stuðningsmenn gætu fylgst með.

Í aðdraganda leiksins sagði félagið frá því að ekki yrði myndatökumaður heldur notuð gervigreind sem greinir hvar á vellinum boltinn er og færir myndavélina eftir því.

Tæknin brást þó illilega og greindi sköllóttan aðstoðardómara oft sem boltann í leiknum og beindi því sjónarhorninu á kolrangan stað!

Áhorfendur, sem meðal annars misstu af marki af þessum sökum, voru allt annað en sáttir við að sjá aðstoðardómarann sífellt í mynd.



Athugasemdir
banner
banner