Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 30. október 2024 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Styttist í samkomulag - Gæti verið kynntur á morgun
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Ruben Amorim er að nálgast samkomulag við Manchester United á Englandi og eru ágætis líkur á því að hann verði kynntur nýr stjóri félagsins á morgun, en þetta kemur fram á Sky Sports í kvöld.

Sporting Lisbon sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá því að United ætlaði sér að greiða riftunarverð Amorim.

Þjálfarinn vildi lítið tjá sig eftir 3-1 bikarsigur Sporting á Nacional í gær en að nú væri þetta í hans höndum.

Man Utd hefur átt í viðræðum við Amorim síðasta sólarhringinn og hafa þær viðræður gengið vel, en samkvæmt Sky er stutt í samkomulag og líkur á því að það verði greint frá því á morgun.

Það er þó enn eitt vandamál sem United er að reyna að leysa, en það er uppsagnarákvæði Amorim. Samkvæmt samningnum hefur Sporting rétt á því að halda honum næstu 30 daga, en United heldur í vonina um að það geti fengið hann rétt fyrir landsleikjaverkefnið í nóvember.

Amorim myndi þá stýra Sporting í næstu þremur leikjum og síðan taka formlega við stjórn United 10. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner