Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. nóvember 2019 13:59
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Carvajal tryggði sigur gegn Alaves
Mynd: Getty Images
Alaves 1 - 2 Real Madrid
0-1 Sergio Ramos ('52)
1-1 Lucas Perez ('65, víti)
1-2 Dani Carvajal ('69)

Real Madrid er á toppi spænsku deildarinnar eftir 1-2 sigur gegn Alaves í dag. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð í spænsku deildinni og er liðið með þriggja stiga forystu á Barcelona, sem á leik til góða.

Sergio Ramos gerði fyrsta markið í upphafi síðari hálfleiks. Hann skoraði með skalla eftir frábæra aukaspyrnu frá Toni Kroos.

Þrettán mínútum síðar jafnaði Lucas Perez með marki úr vítaspyrnu en Dani Carvajal gerði sigurmark gestanna nokkrum mínútum síðar.

Alaves er um miðja deild, með 18 stig eftir 15 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner