Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   fim 30. nóvember 2023 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu - „Erum með svakaleg gæði í hópnum“
Cody Gakpo
Cody Gakpo
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur unnið alla tíu heimaleiki sína á þessari leiktíð og telur hollenski sóknarmaðurinn Cody Gakpo að liðið geti unnið marga leiki til viðbótar.

Gakpo skoraði tvö í 4-0 sigri Liverpool á LASK Linz í Evrópudeildinni í kvöld.

Liverpool er komið í 16-liða úrslitin en Gakpo hefði viljað skorað fleiri.

„Við byrjuðum vel en hefðum getað skorað fleiri í dag. Þegar upp er staðið var þetta góður sigur.“

„Ég hefði viljað skora úr öllum færunum en ég fékk bara tvö. Það var mjög notalegt að sjá boltann hafna í netinu í lokin og bara alltaf gaman þegar maður skorar.“

„Mikilvægasta var að taka efsta sæti riðilsins. Við eigum að vera þar, alla vega miðað við gæðin sem við búum yfir. Ég segi bara vel gert hjá okkur og núna þurfum við að halda áfram á sömu braut því við erum með háleit markmið fyrir þetta tímabil.“


Sigur Liverpool á Anfield var sá tíundi af tíu mögulegum á þessu tímabili.

„Nokkuð gott met ekki satt? Við þurfum bara að halda áfram. Við erum með svakaleg gæði í hópnum og með þau getum við unnið marga leiki,“ sagði Gakpo.
Athugasemdir
banner
banner
banner