Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   lau 30. nóvember 2024 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hefur gengið í gegnum erfiða tíma - „Mín fyrsta þrenna á ferlinum"
Mynd: Getty Images

Kevin Schade átti frábæran leik þegar Brentford lagði Leicester í úrvalsdeildinni í dag en hann skoraði þrennu og lagði upp eitt í 4-1 sigri.

Schade hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu en þetta voru fyrstu mörkin hans í úrvalsdeildinni en hann hefur skorað eitt mark í deildabikarnum.


„Mjög ánægður. Hef gengið í gegnum erfiða tíma undanfarið. Ég er enn ánægðari að hafa skorað þrennu. Ég var ánægðastur með síðasta markið. Mín fyrsta þrenna á ferlinum," sagði Schade.

„Ég er svo ánægður. Ég hef verið sorgmæddur undanfarið og allir reyndu að lyfta mér upp, liðið og stuðningsmenn. Er að leggja hart að mér, auka æfingar í ræktinni."

Thomas Frank var ánægður með sinn mann.

„Ég er svo ánægður fyrir hans hönd því hann er ungur maður sem vill gera eins vel og hann getur. Hann skoraði úr öllum færum sem hann fékk í dag. Hann er frábær í að klára færin. Stórkostleg stóðsending og ég er ánægður að hafa valið hann."

Brentford er í 7. sæti deildarinnar með 20 stig en liðið hefur náð í 19 stig á heimavelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner