Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 31. janúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Ancelotti: Ekkert formlegt tilboð frá Barcelona í Richarlison
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur blásið á fréttir þess efnis að félagið hafi hafnað 85 milljóna punda tilboði frá Barcelona í framherjann Richarlison.

Þessar fréttir náðu flugi í vikunni en Ancelotti segir ekkert til í þeim..

„Það voru sögusagnir en við fengum ekkert formlegt tilboð," sagði Ancelotti.

„Leikmaðurinn er ánægður hér. Hann skrifaði undir nýjan samning fyrir mánuði. Hann er mjög mikilvægur hluti af hópnum okkar."
Athugasemdir
banner
banner