Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. mars 2021 15:34
Elvar Geir Magnússon
Landsliðsmenn á leið í sóttvarnahús
Icelandair
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Breiðabliks.
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ljóst að leikmenn og starfslið U21-landsliðs karla, sem leikið hefur á EM í Ungverjalandi, þurfa að fara í sóttvarnahús við komuna til landsins

Ungverjaland er nefnilega á lista yfir áhættusvæði og á morgun taka gildi nýjar reglur um ferðatakmarkanir. Vísir greinir frá þessu.

Í svo­kölluðu sótt­varn­ar­húsi þurfa leik­menn að dvelja í fimm daga, lokaðir inn í her­bergi.

A-landslið karla hefur dvalið á hóteli í Sviss og landið er ekki skilgreint sem áhættusvæði. A-landsliðsmenn þurfa ekki að fara í farsóttarhús þar sem að þeir dvelja skemur en í sólarhring í Liechtenstein. Þeir þurfa þó að sjálfsögðu að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins.

Leik­menn ís­lenska kvenna­landsliðsins eru á leið í svo­kallað sótt­varn­ar­hús eft­ir vináttulands­leik­ina gegn Ítal­íu sem fram fara 10. og 13. apríl en mbl.is greinir frá því.

„Eins og staðan er í dag virðist allt benda til þess að þær þurfi að fara í sótt­varn­ar­hús við kom­una til lands­ins," sagði Klara við mbl.is.
Athugasemdir
banner
banner