Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 31. mars 2023 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Paratici stígur til hliðar hjá Tottenham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici, yfirmaður fótboltamála hjá Tottenham, mun ekki sinna starfi sínu á meðan beðið er eftir úrskurði úr fjársvikamáli ítalska fótboltasambandsins gegn Juventus. Þetta staðfestir enska úrvalsdeildarfélagið í dag.

Paratici fékk 30 mánaða bann fyrir afskipti sín í fjármálabraski ítalska félagsins Juventus sem hann starfaði áður fyrir, en félagið er sakað um alvarleg fjársvik og hafa nú þegar verið dregið fimmtán stig af liðinu í ítölsku deildinni.

Bannið átti aðeins við um ítalskan fótbolta en FIFA ákvað að víkka bannið og gildir það nú um allan heim.

Því neyðist Paratici til að stíga til hliðar og hefur Tottenham nú staðfest þær fregnir.

Paratici áfrýjaði banninu og mun niðurstaðan koma í ljós í næsta mánuði. Ef hann tapar áfrýjuninni þá er ljóst að hann lætur af störfum hjá Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner