Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fös 31. maí 2024 22:41
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Gaman þegar það gengur vel
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 5.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus í deildinni og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru með sterkan sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Njarðvík 5 -  1 Þór

„Mér fannst við gjörsamlega eiga fyrri hálfleikinn. Það var bara eins og það væri eitt lið á vellinum þá og við skorum tvö góð mörk. Það var augljóslega einhver deyfð yfir Þórsurunum. Það var óvenjulegt að sjá þá þannig." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við töluðum um það í hálfleik að þeir kæmu pottþétt dýrvitlausir út í seinni hálfleik og þeir gerðu það. Þeir voru betri en við fyrsta korter, tuttugu mínúturnar en um leið og við förum að finna taktin aftur og förum að spila okkar fótbolta að þá varð þetta aldrei spurning." 

Þórsarar náðu að minnka muninn í 2-1 en Njarðvíkingar settu næstu þrjú mörk leiksins eftir það.

„Það er nú oftast þannig að mörk þau breyta leikjum og þú færð yfirhöndina og vera komnir með 3-1 stöðu þegar um hálftími, tuttugu mínútur eru eftir. Það er miklu þægilegra en að vera með 2-1 og þeir nýbúnir að skora og vera með smá meðvind með sér. Hrikalega ánægður með strákana að hafa staðist þetta og náð að skora þetta frábæra mark og þetta varð ekki spurning eftir það." 

Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með 13 sitg og hafa byrjað virkilega vel. 

„Já það er gaman þegar það gengur vel nátturlega. Við erum erum bara að fókusa á þetta verkefni eins og ég er margoft búinn að segja að þá veit ég hvað við getum og hvað við getum gert í þessari deild og við erum komnir með mannskap til þess að gera þessa hluti og leggja þetta extra til að gera það." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner