Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
   fös 31. maí 2024 22:41
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Gaman þegar það gengur vel
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 5.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus í deildinni og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru með sterkan sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Njarðvík 5 -  1 Þór

„Mér fannst við gjörsamlega eiga fyrri hálfleikinn. Það var bara eins og það væri eitt lið á vellinum þá og við skorum tvö góð mörk. Það var augljóslega einhver deyfð yfir Þórsurunum. Það var óvenjulegt að sjá þá þannig." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við töluðum um það í hálfleik að þeir kæmu pottþétt dýrvitlausir út í seinni hálfleik og þeir gerðu það. Þeir voru betri en við fyrsta korter, tuttugu mínúturnar en um leið og við förum að finna taktin aftur og förum að spila okkar fótbolta að þá varð þetta aldrei spurning." 

Þórsarar náðu að minnka muninn í 2-1 en Njarðvíkingar settu næstu þrjú mörk leiksins eftir það.

„Það er nú oftast þannig að mörk þau breyta leikjum og þú færð yfirhöndina og vera komnir með 3-1 stöðu þegar um hálftími, tuttugu mínútur eru eftir. Það er miklu þægilegra en að vera með 2-1 og þeir nýbúnir að skora og vera með smá meðvind með sér. Hrikalega ánægður með strákana að hafa staðist þetta og náð að skora þetta frábæra mark og þetta varð ekki spurning eftir það." 

Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með 13 sitg og hafa byrjað virkilega vel. 

„Já það er gaman þegar það gengur vel nátturlega. Við erum erum bara að fókusa á þetta verkefni eins og ég er margoft búinn að segja að þá veit ég hvað við getum og hvað við getum gert í þessari deild og við erum komnir með mannskap til þess að gera þessa hluti og leggja þetta extra til að gera það." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir