Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
banner
   fös 31. maí 2024 22:41
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Gaman þegar það gengur vel
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 5.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus í deildinni og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru með sterkan sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Njarðvík 5 -  1 Þór

„Mér fannst við gjörsamlega eiga fyrri hálfleikinn. Það var bara eins og það væri eitt lið á vellinum þá og við skorum tvö góð mörk. Það var augljóslega einhver deyfð yfir Þórsurunum. Það var óvenjulegt að sjá þá þannig." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við töluðum um það í hálfleik að þeir kæmu pottþétt dýrvitlausir út í seinni hálfleik og þeir gerðu það. Þeir voru betri en við fyrsta korter, tuttugu mínúturnar en um leið og við förum að finna taktin aftur og förum að spila okkar fótbolta að þá varð þetta aldrei spurning." 

Þórsarar náðu að minnka muninn í 2-1 en Njarðvíkingar settu næstu þrjú mörk leiksins eftir það.

„Það er nú oftast þannig að mörk þau breyta leikjum og þú færð yfirhöndina og vera komnir með 3-1 stöðu þegar um hálftími, tuttugu mínútur eru eftir. Það er miklu þægilegra en að vera með 2-1 og þeir nýbúnir að skora og vera með smá meðvind með sér. Hrikalega ánægður með strákana að hafa staðist þetta og náð að skora þetta frábæra mark og þetta varð ekki spurning eftir það." 

Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með 13 sitg og hafa byrjað virkilega vel. 

„Já það er gaman þegar það gengur vel nátturlega. Við erum erum bara að fókusa á þetta verkefni eins og ég er margoft búinn að segja að þá veit ég hvað við getum og hvað við getum gert í þessari deild og við erum komnir með mannskap til þess að gera þessa hluti og leggja þetta extra til að gera það." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner