Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
   fös 31. maí 2024 22:41
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Gaman þegar það gengur vel
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 5.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus í deildinni og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru með sterkan sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Njarðvík 5 -  1 Þór

„Mér fannst við gjörsamlega eiga fyrri hálfleikinn. Það var bara eins og það væri eitt lið á vellinum þá og við skorum tvö góð mörk. Það var augljóslega einhver deyfð yfir Þórsurunum. Það var óvenjulegt að sjá þá þannig." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við töluðum um það í hálfleik að þeir kæmu pottþétt dýrvitlausir út í seinni hálfleik og þeir gerðu það. Þeir voru betri en við fyrsta korter, tuttugu mínúturnar en um leið og við förum að finna taktin aftur og förum að spila okkar fótbolta að þá varð þetta aldrei spurning." 

Þórsarar náðu að minnka muninn í 2-1 en Njarðvíkingar settu næstu þrjú mörk leiksins eftir það.

„Það er nú oftast þannig að mörk þau breyta leikjum og þú færð yfirhöndina og vera komnir með 3-1 stöðu þegar um hálftími, tuttugu mínútur eru eftir. Það er miklu þægilegra en að vera með 2-1 og þeir nýbúnir að skora og vera með smá meðvind með sér. Hrikalega ánægður með strákana að hafa staðist þetta og náð að skora þetta frábæra mark og þetta varð ekki spurning eftir það." 

Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með 13 sitg og hafa byrjað virkilega vel. 

„Já það er gaman þegar það gengur vel nátturlega. Við erum erum bara að fókusa á þetta verkefni eins og ég er margoft búinn að segja að þá veit ég hvað við getum og hvað við getum gert í þessari deild og við erum komnir með mannskap til þess að gera þessa hluti og leggja þetta extra til að gera það." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner