Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   fös 31. maí 2024 22:41
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Gaman þegar það gengur vel
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 5.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus í deildinni og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru með sterkan sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Njarðvík 5 -  1 Þór

„Mér fannst við gjörsamlega eiga fyrri hálfleikinn. Það var bara eins og það væri eitt lið á vellinum þá og við skorum tvö góð mörk. Það var augljóslega einhver deyfð yfir Þórsurunum. Það var óvenjulegt að sjá þá þannig." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

„Við töluðum um það í hálfleik að þeir kæmu pottþétt dýrvitlausir út í seinni hálfleik og þeir gerðu það. Þeir voru betri en við fyrsta korter, tuttugu mínúturnar en um leið og við förum að finna taktin aftur og förum að spila okkar fótbolta að þá varð þetta aldrei spurning." 

Þórsarar náðu að minnka muninn í 2-1 en Njarðvíkingar settu næstu þrjú mörk leiksins eftir það.

„Það er nú oftast þannig að mörk þau breyta leikjum og þú færð yfirhöndina og vera komnir með 3-1 stöðu þegar um hálftími, tuttugu mínútur eru eftir. Það er miklu þægilegra en að vera með 2-1 og þeir nýbúnir að skora og vera með smá meðvind með sér. Hrikalega ánægður með strákana að hafa staðist þetta og náð að skora þetta frábæra mark og þetta varð ekki spurning eftir það." 

Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með 13 sitg og hafa byrjað virkilega vel. 

„Já það er gaman þegar það gengur vel nátturlega. Við erum erum bara að fókusa á þetta verkefni eins og ég er margoft búinn að segja að þá veit ég hvað við getum og hvað við getum gert í þessari deild og við erum komnir með mannskap til þess að gera þessa hluti og leggja þetta extra til að gera það." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 8 5 2 1 15 - 10 +5 17
3.    ÍBV 8 3 4 1 16 - 10 +6 13
4.    Afturelding 8 3 2 3 11 - 16 -5 11
5.    Keflavík 8 2 4 2 13 - 7 +6 10
6.    Grindavík 7 2 4 1 14 - 12 +2 10
7.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
8.    ÍR 8 2 3 3 9 - 15 -6 9
9.    Dalvík/Reynir 8 1 4 3 10 - 14 -4 7
10.    Þróttur R. 8 1 3 4 12 - 13 -1 6
11.    Þór 7 1 3 3 9 - 13 -4 6
12.    Leiknir R. 8 2 0 6 9 - 17 -8 6
Athugasemdir
banner
banner
banner