Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fös 31. maí 2024 23:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Oumar Diouck: Viljum vinna eins marga leiki og hægt er
Lengjudeildin
Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkur
Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 5.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus í deildinni og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru með sterkan sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Njarðvík 5 -  1 Þór

„Við spiluðum mjög góðan leik sem lið. Við vitum að Þór er mjög gott lið en við áttum mjög góða æfingarviku svo þetta var góður sigur fyrir okkur." Sagði Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkinga en hann skoraði tvö mörk í kvöld.

„Þeir komu mjög sterkir inn í seinni hálfleik við vorum svolítið skjálfandi en eftir þriðja markið þá tókum við yfir leikinn aftur og kláruðum þetta." 

Í liði Þórs var að finna Rafael Victor sem spilaði með Njarðvíkingum á síðasta tímabili og fannst Oumar Diouck skemmtilegt að mæta félaga sínum.

„Það er alltaf skemmtilegt. Hann er góður vinur minn og ég vona að hann eigi bara gott tímabil og skori fullt af mörkum fyrir Þór."

Oumar Diouck skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld og er núna markahæstur í deildinni með fimm mörk. 

„Þetta hefur byrjað vel bæði fyrir mig og liðið. Við þurfum bara að halda áfram og taka einn leik í einu og í næstu viku er bara næsta verkefni og reynum að vinna leiki. Það er bara þannig."

Aðspurður um hvort að markmiðið væri að verða markakóngur vildi Oumar Diouck ekki gefa neitt upp. 

„Ég held því bara fyrri mig þangað til í lok tímabils. Sem lið þá viljum við bara vinna eins marga leiki og hægt er. Við erum auðvitað sterkir heima og við þurfum að halda því áfram og þurfum bara að taka þetta leik fyrir leik."

Nánar er rætt við Oumar Diouck í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner