Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   fös 31. maí 2024 23:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Oumar Diouck: Viljum vinna eins marga leiki og hægt er
Lengjudeildin
Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkur
Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 5.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus í deildinni og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru með sterkan sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Njarðvík 5 -  1 Þór

„Við spiluðum mjög góðan leik sem lið. Við vitum að Þór er mjög gott lið en við áttum mjög góða æfingarviku svo þetta var góður sigur fyrir okkur." Sagði Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkinga en hann skoraði tvö mörk í kvöld.

„Þeir komu mjög sterkir inn í seinni hálfleik við vorum svolítið skjálfandi en eftir þriðja markið þá tókum við yfir leikinn aftur og kláruðum þetta." 

Í liði Þórs var að finna Rafael Victor sem spilaði með Njarðvíkingum á síðasta tímabili og fannst Oumar Diouck skemmtilegt að mæta félaga sínum.

„Það er alltaf skemmtilegt. Hann er góður vinur minn og ég vona að hann eigi bara gott tímabil og skori fullt af mörkum fyrir Þór."

Oumar Diouck skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld og er núna markahæstur í deildinni með fimm mörk. 

„Þetta hefur byrjað vel bæði fyrir mig og liðið. Við þurfum bara að halda áfram og taka einn leik í einu og í næstu viku er bara næsta verkefni og reynum að vinna leiki. Það er bara þannig."

Aðspurður um hvort að markmiðið væri að verða markakóngur vildi Oumar Diouck ekki gefa neitt upp. 

„Ég held því bara fyrri mig þangað til í lok tímabils. Sem lið þá viljum við bara vinna eins marga leiki og hægt er. Við erum auðvitað sterkir heima og við þurfum að halda því áfram og þurfum bara að taka þetta leik fyrir leik."

Nánar er rætt við Oumar Diouck í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner