Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   fös 31. maí 2024 23:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Oumar Diouck: Viljum vinna eins marga leiki og hægt er
Lengjudeildin
Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkur
Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 5.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus í deildinni og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru með sterkan sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Njarðvík 5 -  1 Þór

„Við spiluðum mjög góðan leik sem lið. Við vitum að Þór er mjög gott lið en við áttum mjög góða æfingarviku svo þetta var góður sigur fyrir okkur." Sagði Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkinga en hann skoraði tvö mörk í kvöld.

„Þeir komu mjög sterkir inn í seinni hálfleik við vorum svolítið skjálfandi en eftir þriðja markið þá tókum við yfir leikinn aftur og kláruðum þetta." 

Í liði Þórs var að finna Rafael Victor sem spilaði með Njarðvíkingum á síðasta tímabili og fannst Oumar Diouck skemmtilegt að mæta félaga sínum.

„Það er alltaf skemmtilegt. Hann er góður vinur minn og ég vona að hann eigi bara gott tímabil og skori fullt af mörkum fyrir Þór."

Oumar Diouck skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld og er núna markahæstur í deildinni með fimm mörk. 

„Þetta hefur byrjað vel bæði fyrir mig og liðið. Við þurfum bara að halda áfram og taka einn leik í einu og í næstu viku er bara næsta verkefni og reynum að vinna leiki. Það er bara þannig."

Aðspurður um hvort að markmiðið væri að verða markakóngur vildi Oumar Diouck ekki gefa neitt upp. 

„Ég held því bara fyrri mig þangað til í lok tímabils. Sem lið þá viljum við bara vinna eins marga leiki og hægt er. Við erum auðvitað sterkir heima og við þurfum að halda því áfram og þurfum bara að taka þetta leik fyrir leik."

Nánar er rætt við Oumar Diouck í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner