Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
   fös 31. maí 2024 23:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Oumar Diouck: Viljum vinna eins marga leiki og hægt er
Lengjudeildin
Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkur
Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 5.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus í deildinni og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru með sterkan sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Njarðvík 5 -  1 Þór

„Við spiluðum mjög góðan leik sem lið. Við vitum að Þór er mjög gott lið en við áttum mjög góða æfingarviku svo þetta var góður sigur fyrir okkur." Sagði Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkinga en hann skoraði tvö mörk í kvöld.

„Þeir komu mjög sterkir inn í seinni hálfleik við vorum svolítið skjálfandi en eftir þriðja markið þá tókum við yfir leikinn aftur og kláruðum þetta." 

Í liði Þórs var að finna Rafael Victor sem spilaði með Njarðvíkingum á síðasta tímabili og fannst Oumar Diouck skemmtilegt að mæta félaga sínum.

„Það er alltaf skemmtilegt. Hann er góður vinur minn og ég vona að hann eigi bara gott tímabil og skori fullt af mörkum fyrir Þór."

Oumar Diouck skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld og er núna markahæstur í deildinni með fimm mörk. 

„Þetta hefur byrjað vel bæði fyrir mig og liðið. Við þurfum bara að halda áfram og taka einn leik í einu og í næstu viku er bara næsta verkefni og reynum að vinna leiki. Það er bara þannig."

Aðspurður um hvort að markmiðið væri að verða markakóngur vildi Oumar Diouck ekki gefa neitt upp. 

„Ég held því bara fyrri mig þangað til í lok tímabils. Sem lið þá viljum við bara vinna eins marga leiki og hægt er. Við erum auðvitað sterkir heima og við þurfum að halda því áfram og þurfum bara að taka þetta leik fyrir leik."

Nánar er rætt við Oumar Diouck í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner