Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 31. maí 2024 23:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Oumar Diouck: Viljum vinna eins marga leiki og hægt er
Lengjudeildin
Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkur
Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 5.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus í deildinni og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru með sterkan sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Njarðvík 5 -  1 Þór

„Við spiluðum mjög góðan leik sem lið. Við vitum að Þór er mjög gott lið en við áttum mjög góða æfingarviku svo þetta var góður sigur fyrir okkur." Sagði Oumar Diouck sóknarmaður Njarðvíkinga en hann skoraði tvö mörk í kvöld.

„Þeir komu mjög sterkir inn í seinni hálfleik við vorum svolítið skjálfandi en eftir þriðja markið þá tókum við yfir leikinn aftur og kláruðum þetta." 

Í liði Þórs var að finna Rafael Victor sem spilaði með Njarðvíkingum á síðasta tímabili og fannst Oumar Diouck skemmtilegt að mæta félaga sínum.

„Það er alltaf skemmtilegt. Hann er góður vinur minn og ég vona að hann eigi bara gott tímabil og skori fullt af mörkum fyrir Þór."

Oumar Diouck skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld og er núna markahæstur í deildinni með fimm mörk. 

„Þetta hefur byrjað vel bæði fyrir mig og liðið. Við þurfum bara að halda áfram og taka einn leik í einu og í næstu viku er bara næsta verkefni og reynum að vinna leiki. Það er bara þannig."

Aðspurður um hvort að markmiðið væri að verða markakóngur vildi Oumar Diouck ekki gefa neitt upp. 

„Ég held því bara fyrri mig þangað til í lok tímabils. Sem lið þá viljum við bara vinna eins marga leiki og hægt er. Við erum auðvitað sterkir heima og við þurfum að halda því áfram og þurfum bara að taka þetta leik fyrir leik."

Nánar er rætt við Oumar Diouck í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner