Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - Bikarúrslitaleikur á Wembley
Baráttan um bikarinn.
Baráttan um bikarinn.
Mynd: Getty Images
Það verður ekkert leikið í íslenska boltanum um helgina vegna kórónuveirufaraldursins. Því miður.

Það er einn leikur í enska boltanum hins vegar, og er það sjálfur bikarúrslitaleikurinn.

Arsenal og Chelsea eigast við á Wembley á morgun klukkan 16:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Frank Lampard og Mikel Arteta eiga báðir möguleika á að vinna sinn fyrsta titil með félögum sínum.

Chelsea er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en Arsenal endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf að vinna í dag til að tryggja sér þáttökurétt í Evrópudeildinni. Ef Chelsea verður bikarmeistari fara Úlfarnir, liðið sem endaði í sjöunda sæti deildarinnar, í Evrópudeildina.

Eftir leik verður heldur ekki bikaraafhending í stúkunni eins og venjan er eftir bikarúrslitaleiki. Sigurliðið fær bikarinn úti á vellinum sjálfum til að minnka líkurnar á kórónuveirusmiti. Engir áhorfendur verða á leiknum.

laugardagur 1. ágúst
16:30 Arsenal - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner