Það var mikil reiði innan herbúða Chelsea eftir að Enzo Fernandez birti myndband af sér og samherjum sínum í argentíska landsliðinu að syngja níðsöngva um leikmenn franska landsliðsins.
Frakkinn Wesley Fofana, leikmaður Chelsea, birti skjáskot af myndbandinu á samfélagsmiðlum og sagði þetta vera kynþáttaníð. Enzo er nú mættur til Bandaríkjanna, eftir Copa America, þar sem Chelsea er í æfingaferð.
Fofana hefur tjáð sig um málið en þeir hafa grafið stríðsöxina.
„Enzo Fernandez baðst afsökunar.Hann vildi ekki særa neinn. Hann skildi ekki það semhann var að syngja um, ég treysti honum því ég þekki hann. Hann er ekki rasisti," sagði Fofana.
„Ég er ánægður að hann sé kominn aftur. Við spilum saman, við verðum að vinna saman, við erum sterkir saman. Ef ég er á einum stað og hann á öðrum og við erum að slást á hverjum degi eða spjöllum ekkert saman og erum ekki sáttir þá spilum við ekki vel. Það er allt í lagi núna."
Athugasemdir