Enzo Fernandez er mættur til Bandaríkjanna þar sem Chelsea er í æfingaferð. Eftir að hann hitti hópinn þá byrjaði hann á því að biðjast afsökunar á gjörðum sínum.
Enzo og félagar í argentínska landsliðinu sungu um svarta leikmenn franska landsliðsins en söngurinn inniheldur 'rasisma' og 'mismunun'. Wesley Fofana, liðsfélagi Enzo hjá Chelsea, birti skjáskot af myndbandinu á Instagram og sagði það kynþáttaníð.
Enzo og félagar í argentínska landsliðinu sungu um svarta leikmenn franska landsliðsins en söngurinn inniheldur 'rasisma' og 'mismunun'. Wesley Fofana, liðsfélagi Enzo hjá Chelsea, birti skjáskot af myndbandinu á Instagram og sagði það kynþáttaníð.
Ensku götublöðin hafa sagt að málið hafi skapað sundrung innan leikmannahóps Chelsea, en argentínski miðjumaðurinn hefur beðist afsökunar í persónu núna. Talið er að afsökunarbeiðnin hafi verið samþykkt.
Enzo hefur tjáð liðsfélögum sínum það að hann ætli að styrkja góðgerðarsamtök sem berjast gegn fordómum og ætlar Chelsea að borga jafnmikið og hann gerir. Verið er að ákveða hvaða samtök á að styrkja.
Enzo er byrjaður að æfa með Chelsea og félagið telur að málinu sé núna lokað.
Athugasemdir