Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum mjög langt frá Man Utd"
Andoni Iraola.
Andoni Iraola.
Mynd: EPA
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, var svekktur eftir tap liðsins gegn Manchester United í æfingaleik í Bandaríkjunum síðastliðna nótt. Hann hrósaði liði United í hástert eftir leikinn.

Man Utd átti hræðilegt tímabil í fyrra og var nálægt fallsvæðinu á meðan Bournemouth endaði í níunda sæti.

Iraola segir hins vegar núna United vera komið mun lengra en Bournemouth.

„Við erum mjög langt núna frá United. Þeir eru rosalegt lið og hafa keypt góða leikmenn," sagði Iraola.

„Í dag sýndu þeir að þeir eru fyrir ofan okkur á þessu augnabliki. Við höfum enn tíma til að undirbúa okkur."


Athugasemdir
banner
banner