Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 31. ágúst 2021 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samningi Kolbeins verður ekki rift
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska úrvalsdeildarfélagið Gautaborg ætlar ekki að rifta samningi sínum við framherjann Kolbein Sigþórsson.

Kolbeinn var síðastliðinn sunnudag tekinn úr landsliðshópi Íslands af stjórn KSÍ.

Mikil umræðu hefur verið um ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanna eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í fréttatíma RÚV á föstudagskvöld og sagði þar frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns sem faðir hennar tilkynnti til KSÍ árið 2018.

Landsliðsmaðurinn sem hún var þar að tala um er Kolbeinn og komst Gautaborg að því. Fram kom í sænskum fjölmiðlum að félagið íhugaði að rifta samningi við leikmanninn.

Gautaborg segist líta málið alvarlegum augum en fram kemur á Expressen að samningi hans verði ekki rift. Samningurinn rennur út eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner