Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. ágúst 2022 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þá erum við að brjóta ansi mörg hjörtu í Kópavoginum''
,,Ef við tölum íslensku þá hafa titlarnir verið mjög fáir miðað við stærð klúbbsins og getu''
Arnar Gunnlaugsson mætir með Víkingana sína á Kópavogsvöll í kvöld
Arnar Gunnlaugsson mætir með Víkingana sína á Kópavogsvöll í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik liðanna á dögunum.
Úr leik liðanna á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég met leikinn bara 50:50, það er mikið búið að vera tala um Breiðablik núna og þeir eru búnir að vera frábærir, búnir að leiða mótið frá fyrstu umferð," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í gær.

Í kvöld mætast Breiðablik og Víkingur í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19:45.

En síðan við töpuðum fyrir þeim sælla minninga hér 3-0 þá erum við bara búnir að tapa á móti Lech Poznan og Malmö á útivelli - í framlengingu í Poznan og einum færri allan seinni hálfleikinn gegn Malmö. Ég vil meina að síðustu 2-3 mánuði höfum við verið jafnvel sterkari en Blikar - að minnsta kosti á pari hvað varðar styrkleika og gæði. Þetta verður bara 'epic' leikur á milli tveggja bestu liða Íslands."

Mjög fáir titlar miðað við stærð og getu klúbbsins
Leikurinn fer fram á flóðlýstum gervigrasvelli - Kópavogsvelli - sem er heimavöllur Breiðabliks.

„Þetta er bara algjör draumur í dós. Það er líka svo mikið undir, fyrir okkur að vinna leikinn þá erum við að brjóta ansi mörg hjörtu í Kópavoginum. Mögulega myndi það hafa áhrif líka inn í úrslitakeppnina. Ef þeir myndu vinna leikinn þá myndi það gefa þeim þvílíka innspýtingu í að loksins koma nær því að landa stórum titli. Ef við tölum íslensku þá hafa titlarnir verið mjög fáir miðað við stærð klúbbsins og getu. Það er rosalega mikið undir í leiknum á morgun og ég held að það muni skína í ljós frá fyrstu tæklingu."

Í viðtalinu tjáði Arnar sig einnig um stöðuna á leikmannahópnum sínum og umræðuna um boltasækjara Breiðabliks eftir síðasta leik liðanna.

50:50 leikur þótt Blikar séu á heimavelli
Fótbolti.net ræddi einnig við Kára Árnason í gær. Kári er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi og var hann spurður út í baráttuna við Blika - bæði í bikar og í deild.

„Blikar eru með gott forskot, eru með hörkulið. Við sjáum bara til. Bikarleikurinn er bara 50:50 leikur þótt þeir séu á heimavelli. Við þurfum að eiga betri frammistöðu en í fyrri hálfleik gegn þeim í síðasta leik en við teljum okkur vera alveg jafngott lið - ef ekki betra. Í deildinni erum við meira að horfa á Evrópusæti eins og staðan er, en það er nóg af stigum í pottinum þannig það getur allt gerst," sagði Kári.
Arnar í skýjunum: Engin óvissa lengur
Kári Árna: Besti þjálfari landsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner