Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 31. ágúst 2024 11:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea hætti við sölu sem hefði vakið mikla athygli
Mynd: Chelsea
Chelsea hætti við að selja Brasilíumanninn Deivid Washington til Strasbourg því félagið óttaðist að félagaskiptin hefðu vakið of mikla athygli.

Chelsea er með allt of stóran leikmannahóp og ætlaði að fækka leikmönnum sem eru ekki í myndinni með því að losa Washington til systurfélagsins.

Kaupverðið átti að vera 21 milljón evra en hann kom til Chelsea frá Santos í Brasilíu fyrir ári síðan á aðeins lægri upphæð. Hann er 19 ára sóknarmaður sem kom við sögu í þremur leikjum með Chelsea á síðasta tímabili.

Chelsea óttaðist að samstarfið yrðu rannsakað en Tedd Boehly er eigandi beggja félaga.

Washington var klár í að fara í læknisskoðun svo skiptin gætu gengið í gegn, en Chelsea hætti við skiptin eftir að menn fóru að velta lögmæti skiptanna fyrir sér.

Þá er sat frá því að FIFA og enska úrvalsdeildin sé að fara yfir félagaskipti Diego Moreira frá Chelsea til Strasbourg fyrr í sumar. Strasbourg greiddi 7,5 milljónir punda fyrir Moreira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner